Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. mars 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dortmund í flokki með Brentford og Reims
Dortmund er heitasta lið Evrópu í dag.
Dortmund er heitasta lið Evrópu í dag.
Mynd: EPA
Þrjú lið í stærstu fimm deildum Evrópu eru enn taplaus á árinu 2023. Ekkert af þeim er í toppsæti sinnar deildar.

Brentford vann í gær gegn Fulham og hefur nú farið í gegnum tólf deildarleiki án taps. Brentford vann 3-2 í gær, er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og leyfir sér að dreyma um Evrópusæti. Síðasta deildartap kom í október gegn Aston Villa.

Reims, undir stjórn William Still, er í 8. sæti frönsku Ligue One. Liðið tapaði síðast deildarleik í september og hefur síðan gert tíu jafntefli og unnið átta leiki.

Svo er það Dortmund sem er í 2. sæti þýsku Bundesliga með jafnmörg stig og Bayern München. Dortmund hefur unnið alla átta deildarleiki sína eftir vetrarfrí og vann auk þess fyrri leikinn gegn Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem og bikarleik gegn Bochum.
Athugasemdir
banner
banner