Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 07. mars 2023 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Juve búið að virkja kaupákvæði í samningi Kean
Mynd: Getty Images

Ítalska stórveldið Juventus er búið að festa kaup á ítalska sóknarmanninum Moise Kean frá Everton. Fjölmiðlar á Ítalíu og Englandi keppast við að greina frá þessu.


Kean var upprunalega seldur frá Juventus til Everton en fann ekki taktinn í enska boltanum og var að lokum lánaður til baka á tveggja ára samningi með 25 milljóna punda kaupskyldu ef ákveðnum skilyrðum yrði mætt.

Hinn 23 ára gamli Kean er búinn að skora sjö mörk það sem af er tímabils og lét reka sig af velli 40 sekúndum eftir að hafa komið inn af bekknum í tapleik Juve gegn Roma um helgina. Max Allegri þjálfari Juve hefur miklar mætur á Kean sem er þó ekki með fast byrjunarliðssæti, heldur kemur hann yfirleitt inn af bekknum.

Kean er sóknarmaður sem var á láni hjá PSG áður en hann fór til Juventus. Í heildina hefur hann skorað 21 mark í 95 leikjum með Juve.

Hjá PSG gerði Kean 17 mörk í 41 leik - eftir að hafa aðeins skorað 4 mörk í 39 leikjum hjá Everton.


Athugasemdir
banner
banner
banner