Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. mars 2023 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Benfica valtaði yfir Club Brugge
Mynd: EPA

Benfica 5 - 1 Club Brugge (7-1 samanlagt)
1-0 Rafa Silva ('38)
2-0 Goncalo Ramos ('45)
3-0 Goncalo Ramos ('57)
4-0 Joao Mario ('71, víti)
5-0 David Neres ('77)
5-1 Bjorn Meijer ('87)


Benfica er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur gegn belgísku meisturunum í Club Brugge, sem eiga þó ekki möguleika á að verja titilinn í heimalandinu vegna ótrúlegra yfirburða Genk.

Benfica vann fyrri viðureign liðanna 0-2 í Belgíu og leiddi 2-0 eftir góðan fyrri hálfleik á heimavelli í kvöld. Goncalo Ramos lék á alls oddi þar sem hann skoraði og lagði upp fyrir Rafa Silva í fyrri hálfleik og gerði svo þriðja mark leiksins snemma í síðari hálfleik.

Joao Mario og David Neres bættu tveimur mörkum við áður en Bjorn Meijer minnkaði muninn fyrir gestina. Lokatölur urðu því 5-1 fyrir Benfica og samanlagt 7-1. Benfica er þar með fyrsta félagið til að tryggja sér þátttöku í 8-liða úrslitunum.


Athugasemdir
banner