Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 07. mars 2023 18:21
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja halda eftirsóttum Di Maria
Mynd: EPA

Francesco Calvo, stjórnandi hjá Juventus, greinir frá því að Juventus hafi áhuga á að semja við Angel Di Maria.


Samningur Di Maria rennur út í sumar og er mikill áhugi á honum frá ýmsum fjárhagslega sterkum fótboltafélögum víðsvegar um heiminn. 

Sterkasti orðrómurinn tengir Di Maria við Inter Miami, bandarískt félag í eigu David Beckham með Phil Neville sem þjálfara.

Þessi kantmaður er 35 ára gamall og varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu fyrir áramót. Hann gekk í raðir Juve síðasta sumar og hefur komið að 14 mörkum í 23 leikjum, með 7 mörk og 7 stoðsendingar.

„Di Maria er leiðtogi í búningsklefanum og við viljum halda honum. Við erum í viðræðum við umboðsmenn hans og höfum mikla trú á að samkomulag muni nást," segir Calvo.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner