Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 07. apríl 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Manchester United vonast ennþá eftir að semja við Gomes
Manchester United vonast ennþá eftir að ná að gera nýjan samning við miðjumanninn Angel Gomes en ESPN greinir frá.

Hinn 19 ára gamli Gomes verður samningslaus í sumar og getur þá farið frítt í annað félag.

Gomes hefur leikið sex leiki með aðalliði Manchester United á þessu tímabili.

Viðræður standa ennþá yfir um nýjan samning og bjartsýni ríkir hjá United um að hægt verði að sannfæra Gomes um að vera áfram á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner
banner