Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miðjumannsútgáfan af Sergio Ramos fyrir Real Madrid
Federico Valverde.
Federico Valverde.
Mynd: Getty Images
Federico Valverde hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Real Madrid á þessu tímabili.

Þessi 21 árs gamli Úrúgvæi hefur komið við sögu í 32 leikjum á tímabilinu og litið mjög vel út á miðjunni hjá Real Madrid.

Hann kom til Real Madrid frá Peñarol í heimalandi sínu árið 2016. Áður en hann fór til Spánar þá spilaði hann með Diego Forlan í Úrúgvæ. Forlan hefur mikla trú á sínum fyrrum liðsfélaga.

„Hann er góður drengur. Hann hefur ekki komið mér mikið á óvart því gæðin voru alltaf til staðar," sagði Forlan, fyrrum leikmaður Manchester United og Atletico Madrid meðal annars, við Radio Marca.

„Hann er að fá sjálfstraust, að vaxa og öðlast reynslu. Hann er leikmaður sem stuðningsmenn Real Madrid munu njóta þess að horfa á í mörg ár."

„Ég held að hann geti orðið það á miðjunni það sem Sergio Ramos hefur verið í vörn Real Madrid."

Ramos er fyrirliði Real Madrid og hefur hann leikið samfleytt með félaginu frá 2005 við góðan orðstír.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner