Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 07. apríl 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ryan Gravenberch
Ryan Gravenberch
Mynd: EPA
Þarf alltaf að klípa?
Þarf alltaf að klípa?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Snær í Leikni?
Sölvi Snær í Leikni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sá færeyski
Sá færeyski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Owen hress með þetta allt saman
Owen hress með þetta allt saman
Mynd: Getty Images
Arnór Ingi er Leiknismaður sem hefur einnig spilað með Stjörnunni og Fylki hér á landi. Veturinn 2018-19 var hann á mála hjá Willem II í Hollandi og lék með unglingaliði félagsins.

Arnór er yngri bróðir Kristófers Inga sem spilar með SönderjyskE. Arnór á að baki .réttan leiki með U16-U18 landsliðunum. Hann kom fjórtán sinnum við sögu hjá Leikni í efstu deild í fyrra og fjórtán sinnum í Lengjudeildinni þar áður. Í dag sýnir hægri bakvörðurinn á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 8. sæti: Leiknir

Fullt nafn: Arnór Ingi Kristinsson.

Gælunafn: Nóri.

Aldur: 20 ára.

Hjúskaparstaða: Lausu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Mars 2018.

Uppáhalds drykkur: Pepsi Max.

Uppáhalds matsölustaður: XO klikkar seint.

Hvernig bíl áttu: Keyri um á KIA Picanto.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Office.

Uppáhalds tónlistarmaður: Lil Baby.

Uppáhalds hlaðvarp: Blökastið.

Fyndnasti Íslendingurinn: Fm95blö tríóið á góðum degi er gull.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Geturðu skutlað mér” litla sys heldur að ég sé taxi.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Myndi aldrei fara í Tottenham. COYG!!

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ryan Gravenberch var erfiður að díla við.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Edwin Linssen í Hollandi og Siggi Höskulds hér heima.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Daði Ólafsson í Fylki alltaf að klípa mig í leikjum.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Reus var alltaf í uppáhaldi.

Sætasti sigurinn:

Mestu vonbrigðin: Að vera frá vegna meiðsla í tæpt eitt og hálft ár.

Uppáhalds lið í enska: Svakalegur Arsenal maður.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri gaman að fá Sölva úr Blikum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Orri Steinn er gera svakalega hluti í FCK.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Tvíburarnir Dagur og Máni Austmann deila þessu.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Margar huggulegar.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Gyrðir Hrafn yfirburðar.

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima/210

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég á örugglega metið að fara útaf snemma í leik, það var ekki liðin mínúta og ég þurfti fara útaf vegna meiðsla.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Þarf alltaf að klæða mig fyrst í hægri sokkinn og hægri skóinn fyrir leik.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég hef gaman af mörgum íþróttum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Öllu því miður… ætla ekki að fara ljúga að ykkur.

Vandræðalegasta augnablik: Rasskellti Micheal Owen á meðan hann var í viðtali eftir leik þegar ég var lítill, hann tók ekkert allt of vel í það.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki Hjalta Sig, Loft Pál og Danna Finns. Værum ekki lengi að koma okkur af eyjunni enda allir af gamla skólanum.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var margfaldur Íslandsmeistari í frjálsum þegar ég var yngri.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Binni Hlö, hélt fyrst hann væri svaka tough fyrir utan völlin en er með þeim skemmtilegustu í klefanum og mikill grínisti.

Hverju laugstu síðast: Að ég væri búinn að taka upp úr vélinni fyrir mömmu.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Fátt leiðinlegra en prepp og upphitun.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Arsene Wenger af hverju hann keypti ekki striker í janúar glugganum 15/16 seasonið, hefðum unnið deildina það ár með einhvern annan uppá topp en Giroud.
Athugasemdir
banner