Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. maí 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Ég er kannski ekki nægilega góður
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: EPA
Pep Guardiola hefur ekki enn tekist að stýra liði til sigurs í Meistaradeild Evrópu, án þess að hafa Lionel Messi í því.

Manchester City, liðið sem Guardiola stýrir núna og hefur gert síðustu ár, féll úr leik í Meistaradeildinni í þessari viku á ótrúlegan hátt.

City mætti Real Madrid í undanúrslitunum og var með 2-0 forystu í einvíginu þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna í seinni leiknum. Á ögurstundu breyttist allt hins vegar; Real Madrid skoraði tvö í uppbótartíma og bætti við þriðja markinu í framlengingu.

Enginn knattspyrnustjóri hefur tapað oftar í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en Guardiola; hann hefur tapað sex sinnum.

„Við viljum vinna Meistaradeildina. Kannski er ég ekki nógu góður til að hjálpa liðinu að gera það. Enginn veit hvað myndi gerast með öðrum stjóra eða öðrum leikmönnum," sagði Guardiola á fréttamannafundi í gær.

„Fólk segir að ef við vinnum ekki titil, að þá hafi okkur mistekist algjörlega. Ég er ekki sammála því. Við vitum hversu erfitt allt er."

City á enn möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina, en Guardiola þarf að horfa á annað hvort Liverpool eða Real Madrid lyfta Meistaradeildarbikarnum.

Guardiola mun fá annað tækifæri með City í Meistaradeildinni því hann er sagður vera að gera nýjan samning við félagið sem mun gilda til 2025. Félagið hefur eytt ótrúlegum fjárhæðum í leikmenn síðustu ár en þarf enn að bíða eftir því að fara alla leið á toppinn í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner