Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 07. maí 2022 18:38
Arnar Daði Arnarsson
Jón Sveins: Var orðinn hálfgerður róluvalla fótbolti
Jón Sveinsson.
Jón Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var orðinn hálfgerður róluvalla fótbolti, fram og til baka. Dauðafæri á báða bóga en hvorugt liðanna náði að troða inn sigurmarkinu," sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í 4. umferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Við berum virðingu fyrir þessu stigi. Við erum að spila gegn góðu liði og þeir hafa byrjað mótið vel. Við þurftum að hafa fyrir þessu stigi í dag. En það er súrt að ná ekki að halda þetta út eftir að hafa komist yfir."

Framarar fengu tækifæri undir lok fyrri hálfleiks að komast í 2-0 en Tryggvi Snær Geirsson fór illa af ráði sínu.

„Þú færð færi og þú verður að klára þau. Sömuleiðis fengu þeir færi. Við hefðum viljað klára þennan leik, ekki spurning," sagði Nonni sem var ánægður með hvernig liðið byrjaði leikinn og var að spila í fyrri hálfleik.

„Við byrjuðum mjög vel. Við höfum byrjað síðustu tvo leiki mjög vel og komist yfir og síðan sest svolítið niður og farið að verja forystuna. Það er kannski ekkert óeðlilegt fyrir nýliða. Það er aðeins öðruvísi pressa að spila þessa leiki heldur en í Lengjudeildinni."

„Við tökum stiginu og erum ánægðir með það," sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram.
Athugasemdir
banner