Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. maí 2022 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn Tottenham vonsviknir - „Ánægður að sjá þetta"
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: EPA
Mynd: EPA
„Gott jafntefli og gott stig. Við fengum stórt tækifæri á að ná öðru marki undir lokin og vinna leikinn. Það er ekki auðvelt að spila gegn Liverpool því við erum að tala um frábært lið með mika orku og þá sérstaklega á Anfield þar sem er mikill hávaði og ótrúlegt andrúmsloft," sagði Antonio Conte, stjóri Tottenham, eftir 1-1 jafnteflið á Anfield í kvöld.

Tottenham varðist frábærlega gegn Liverpool og átti jafnvel möguleika á því að stela sigrinum undir lokin en allt í allt var Conte samt ánægður með frammistöðuna.

„En á sama tíma þá vorum við vel undirbúnir. Við vörðumst vel og fengum ekki færi á okkur. Við hefðum samt getað gert betur þegar við vorum með boltann en það er ekki einfalt að komast í gegnum pressuna þeirra."

Tottenham er nú einu stigi á eftir Arsenal í baráttunni um Meistaradeildarsæti en Arsenal mætir Leeds á Emirates á morgun og getur náð fjögurra stiga forystu. Arsenal og Tottenham mætast síðan á fimmtudag.

„Núna munum við reyna að hvíla og gera okkur klára fyrir fimmtudaginn því það er annar mikilvægur leikur gegn Arsenal og þegar það eru þrír leikir eftir þá verður mikilvægt að ná í stig til að eiga möguleika á að komast í Meistaradeildina."

„Liðið hefur bætt sig mikið. Ekki gleyma því að ég kom ekki fyrr en í nóvember og á hverjum degi hef ég lagt hart að mér að miðla þekkingu minni inn í leikmannahópinn."


Conte var ánægður með hugarfar leikmanna og sérstaklega eftir leik en leikmenn voru óánægðir með að hafa ekki landað sigri á Anfield.

„Það var mjög gott að sjá leikmennina vonsvikna því þeim fannst þeir eiga möguleika á að vinna gegn Liverpool á Anfield."

„Við fengum færi og á síðustu mínútunni fengum við frábært færi. Frammistaðan var góð en við getum svo sannarlega bætt okkur og munum gera það með því að leggja hart að okkur,"
sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner