Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 07. maí 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Móðir Mbappe tjáir sig: Algjörlega rangt
Það hefur verið mikið rætt og skrifað um framtíð Kylian Mbappe síðustu mánuði. Hann er jú að verða samningslaus og er ein stærsta stjarna fótboltaheimsins.

Er hann að fara frá Paris Saint-Germain eða ekki? Fram kom í slúðrinu í gær að hann væri á barmi þess að skrifa undir nýjan tveggja ára samning í París.

Það er hins vegar ekki rétt. Allavega ef hægt er að taka mark á móður leikmannsins.

„Það er algjörlega rangt að Kylian sé búinn að framlengja," segir Fayza Lamary, móðir Mbappe, við Marca.

Mbappe hefur verið sterklega orðaður við spænska stórveldið Real Madrid en hvað gerir þessi 23 ára gamli leikmaður í sumar? Það kemur í ljóst á næstu vikum.
Athugasemdir