Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. maí 2022 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Rangnick biðst afsökunar á niðurlægingunni - „Eins og þeir væru komnir í sumarfrí"
Ralf Rangnick
Ralf Rangnick
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick, stjóri Manchester United, segir að frammistaðan í 4-0 tapinu gegn Brighton hafi verið niðurlægjandi og efaðist hann hugarfar leikmanna í leiknum.

United hleypti inn einu marki í fyrri hálfleik en þau hefðu hæglega getað verið fleiri. Brighton spilaði frábærlega í leiknum á meðan United átti erfitt með að skapa sér eitthvað af viti.

Brighton gerði annað mark í upphafi síðari hálfleiks og bættu svo við tveimur mörkum til viðbótar. Eina sem Rangnick gat gert eftir leik var að biðja stuðningsmenn félagsins afsökunar.

„Þetta var skelfileg frammistaða, alveg frá fyrstu mínútu og að þeirri síðustu. Þetta var ekki nóg og eina sem við getum gert er að biðjast afsökunar á þessu niðurlægjandi tapi. Sigurinn gegn Brentford var allt öðruvísi leikur, við gáfum þeim bara tíma og pláss."

„Við vorum aldrei í stöðu þar sem við gátum stöðvað þá að spila í gegnum línurnar. Við sögðum leikmönnunum að vera eins þéttir og möguleiki var á en við gátum ekki stöðvað þá."

„Ég held ekki að þeir hafi hunsað leikskipulagið en við náðum bara ekki að stöðva þá. Við gáfum þeim alltof mikið svæði og ef þú gerir það gegn liði sem eins gott og Brighton þá verður þér refsað."

„Við þurfum að biðja stuðningsmenn afsökunar sem lögðu leið sína hingað til Brighton, við vorum einfaldlega ekki nógu góðir."

„Eina skiptið þar sem við virkuðum stöðugir í vörninni þar þegar við spiluðum með þrjá miðverði á síðustu fimmtán eða tuttugu mínútum leiksins en annars var þetta alls ekki nógu gott á öllum sviðum leiksins. Það voru ýmiss vandamál snemma á tímabilinu þar sem ég sá okkur tapa 4-1 fyrir Watford sem er nú fallið niður um deild. Vandamálið sem þetta lið er með er að verjast sem lið."

„Þetta er ekki spurning um einstaklingsgæði. Við höfum sýnt það í öðrum leikjum eins og þegar við unnum Tottenham og West Ham heima og Leeds úti. Þetta snýst um orku og að verjast sem lið. Við þurfum að gera betur í lokaleiknum því við þurfum eitt eða þrjú stig til að tryggja það að við komumst í Evrópudeildina. Á köflum leit út fyrir að við værum komnir í sumarfrí og við þurfum að bæta upp fyrir það gegn Crystal Palace,"
sagði Rangnick.
Athugasemdir
banner
banner
banner