29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 07. maí 2023 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
Rúnar um stöðu sína: Ekki mitt að taka ákvarðanir í þessu
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður hræðilega eins og öllum mínum leikmönnum og KR-ingum. Þetta er ekki góður dagur fyrir okkur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir niðurlægjandi tap gegn nágrönnunum í Val í Bestu deildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 5-0 sigri Valsara.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  0 KR

„Þetta er mjög slæmt tap. Við verðum að fara á æfingasvæðið og sjá hvað við getum lagað."

KR átti ágætis kafla í dag en Rúnar segir að það vanti sjálfstraust í liðið. „Við erum að koma okkur í ágætis stöður en það vantar næst síðustu eða síðustu sendinguna til að búa til dauðafæri. Þegar við loksins komumst í færi þá nýtum við það ekki. Það er kannski munurinn á liðunum, sjálfstraust Valsmanna miðað við lítið sjálfstraust okkar."

„Ég held að sjálfstraust sé eitthvað sem okkur vantar, sérstaklega eftir tapið á móti HK og aftur eftir þennan leik. Við ætluðum að reyna að koma hér út og sleppa okkur lausum, sem við gerðum í byrjun. En við náðum ekki að fylgja því eftir með því að skora og mörk breyta leikjum. Valur skoraði fyrsta markið og eftir það eigum við einn og einn kafla, en erum aldrei sérstaklega líklegir. Það vantar sjálfstraust þegar menn komast í færi og líka þegar við erum í góðum stöðum á vellinum."

„Það eru engar töfralausnir í þessu. Það er erfitt þegar þú lendir í svona ástandi eins og við erum í núna. Við skorum ekki mörk og erum að tapa leikjum. Það er ein leið, það er að mæta á æfingu á morgun og æfa vel. Við þurfum að laga fullt af hlutum," sagði Rúnar og bætt við að það væri aldrei gaman að tapa gegn Val, enn verra að tapa 5-0.

„Við erum ekki á góðum stað... við erum aðeins búnir að fá högg í andlitið en við verðum að standa upp og halda áfram."

Er Rúnar farinn að íhuga stöðu sína sem þjálfari liðsins?

„Við gerum það eftir hvern einasta leik. Við þurfum að sanna okkur í hverjum einasta leik. Þú ert hetja einn daginn og asni annan daginn. Svona er lífið í fótbolta. Það er ekki mitt að taka ákvarðanir í þessu en mér finnst það auðvitað leiðinlegt sem KR-ingur og sem þjálfari liðsins að árangurinn sé ekki betri. Fólk ætlast til að við séum að standa okkur betur og ég geri mér grein fyrir því. Við skulum nú bara aðeins anda með nefinu," sagði Rúnar en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan. Næsti leikur KR er gegn Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner