Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
banner
   sun 07. maí 2023 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
Rúnar um stöðu sína: Ekki mitt að taka ákvarðanir í þessu
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður hræðilega eins og öllum mínum leikmönnum og KR-ingum. Þetta er ekki góður dagur fyrir okkur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir niðurlægjandi tap gegn nágrönnunum í Val í Bestu deildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 5-0 sigri Valsara.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  0 KR

„Þetta er mjög slæmt tap. Við verðum að fara á æfingasvæðið og sjá hvað við getum lagað."

KR átti ágætis kafla í dag en Rúnar segir að það vanti sjálfstraust í liðið. „Við erum að koma okkur í ágætis stöður en það vantar næst síðustu eða síðustu sendinguna til að búa til dauðafæri. Þegar við loksins komumst í færi þá nýtum við það ekki. Það er kannski munurinn á liðunum, sjálfstraust Valsmanna miðað við lítið sjálfstraust okkar."

„Ég held að sjálfstraust sé eitthvað sem okkur vantar, sérstaklega eftir tapið á móti HK og aftur eftir þennan leik. Við ætluðum að reyna að koma hér út og sleppa okkur lausum, sem við gerðum í byrjun. En við náðum ekki að fylgja því eftir með því að skora og mörk breyta leikjum. Valur skoraði fyrsta markið og eftir það eigum við einn og einn kafla, en erum aldrei sérstaklega líklegir. Það vantar sjálfstraust þegar menn komast í færi og líka þegar við erum í góðum stöðum á vellinum."

„Það eru engar töfralausnir í þessu. Það er erfitt þegar þú lendir í svona ástandi eins og við erum í núna. Við skorum ekki mörk og erum að tapa leikjum. Það er ein leið, það er að mæta á æfingu á morgun og æfa vel. Við þurfum að laga fullt af hlutum," sagði Rúnar og bætt við að það væri aldrei gaman að tapa gegn Val, enn verra að tapa 5-0.

„Við erum ekki á góðum stað... við erum aðeins búnir að fá högg í andlitið en við verðum að standa upp og halda áfram."

Er Rúnar farinn að íhuga stöðu sína sem þjálfari liðsins?

„Við gerum það eftir hvern einasta leik. Við þurfum að sanna okkur í hverjum einasta leik. Þú ert hetja einn daginn og asni annan daginn. Svona er lífið í fótbolta. Það er ekki mitt að taka ákvarðanir í þessu en mér finnst það auðvitað leiðinlegt sem KR-ingur og sem þjálfari liðsins að árangurinn sé ekki betri. Fólk ætlast til að við séum að standa okkur betur og ég geri mér grein fyrir því. Við skulum nú bara aðeins anda með nefinu," sagði Rúnar en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan. Næsti leikur KR er gegn Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner