Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
banner
   sun 07. maí 2023 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
Rúnar um stöðu sína: Ekki mitt að taka ákvarðanir í þessu
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður hræðilega eins og öllum mínum leikmönnum og KR-ingum. Þetta er ekki góður dagur fyrir okkur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir niðurlægjandi tap gegn nágrönnunum í Val í Bestu deildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 5-0 sigri Valsara.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  0 KR

„Þetta er mjög slæmt tap. Við verðum að fara á æfingasvæðið og sjá hvað við getum lagað."

KR átti ágætis kafla í dag en Rúnar segir að það vanti sjálfstraust í liðið. „Við erum að koma okkur í ágætis stöður en það vantar næst síðustu eða síðustu sendinguna til að búa til dauðafæri. Þegar við loksins komumst í færi þá nýtum við það ekki. Það er kannski munurinn á liðunum, sjálfstraust Valsmanna miðað við lítið sjálfstraust okkar."

„Ég held að sjálfstraust sé eitthvað sem okkur vantar, sérstaklega eftir tapið á móti HK og aftur eftir þennan leik. Við ætluðum að reyna að koma hér út og sleppa okkur lausum, sem við gerðum í byrjun. En við náðum ekki að fylgja því eftir með því að skora og mörk breyta leikjum. Valur skoraði fyrsta markið og eftir það eigum við einn og einn kafla, en erum aldrei sérstaklega líklegir. Það vantar sjálfstraust þegar menn komast í færi og líka þegar við erum í góðum stöðum á vellinum."

„Það eru engar töfralausnir í þessu. Það er erfitt þegar þú lendir í svona ástandi eins og við erum í núna. Við skorum ekki mörk og erum að tapa leikjum. Það er ein leið, það er að mæta á æfingu á morgun og æfa vel. Við þurfum að laga fullt af hlutum," sagði Rúnar og bætt við að það væri aldrei gaman að tapa gegn Val, enn verra að tapa 5-0.

„Við erum ekki á góðum stað... við erum aðeins búnir að fá högg í andlitið en við verðum að standa upp og halda áfram."

Er Rúnar farinn að íhuga stöðu sína sem þjálfari liðsins?

„Við gerum það eftir hvern einasta leik. Við þurfum að sanna okkur í hverjum einasta leik. Þú ert hetja einn daginn og asni annan daginn. Svona er lífið í fótbolta. Það er ekki mitt að taka ákvarðanir í þessu en mér finnst það auðvitað leiðinlegt sem KR-ingur og sem þjálfari liðsins að árangurinn sé ekki betri. Fólk ætlast til að við séum að standa okkur betur og ég geri mér grein fyrir því. Við skulum nú bara aðeins anda með nefinu," sagði Rúnar en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan. Næsti leikur KR er gegn Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner