Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. júní 2021 15:40
Elvar Geir Magnússon
Postecoglou tekur við Celtic - Ráðningin klárlega áhætta
Mynd: Getty Images
Ástralinn Ange Postecoglou hefur gert munnlegt samkomulag við skoska félagið Celtic um að taka við sem stjóri liðsins.

Postecoglou er sem stendur stjóri Yokohama F. Marinos í Japan en hann gerði liðið að meistara 2019.

Mark Bosnich, fyrrum markvörður Ástralíu, segir að Postecoglou, sem fæddist í Grikklandi, vilji spila áhorfendavænan sóknarbolta.

Hann lék fjóra leiki með ástralska landsliðinu og var svo landsliðsþjálfari 2013-2017.

Efasemdarraddir heyrast frá stuðningsmönnum Celtic og Bosnich segir þær skiljanlegar.

„Að vinna titilinn í Ástralíu og Japan er ekki það sama og að stýra liði í skosku úrvalsdeildinni, hvað þá svona stóru félagi eins og Celtic. Þessi ráðning er klárlega áhætta," segir Bosnich.
Athugasemdir
banner
banner