Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 07. júní 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lewandowski ætlar sér burt og varar Bayern við - „Eitthvað dó innra með mér"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Í síðasta mánuði óskaði markahrókurinn Robert Lewandowski eftir því að fá að fara frá þýsku meisturunum í Bayern Munchen. Sá pólski á eitt ár eftir af samningi við félagið sem flækir stöðuna.

Bayern vill alls ekki missa leikmanninn sem nýtir sér fjölmiðla til að láta óánægju sína í ljós.

„Ég vil bara fara frá Bayern. Hollusta og virðing eru mikilvægari hlutir en vinnan. Besta í stöðunni er að finna sameiginlega lausn," sagði framherjinn við Sports Onet.

„Félagið vildi ekki hlusta á mig fyrr en í lok tímabilsins. Eitthvað dó innra með mér - og það er ómögulegt að komast yfir það. Jafnvel þó að þú viljir haga sér eins og fagmaður, þá er ekki hægt að jafna sig á því. Ég hef ekki íhugað neitt annað tilboð en það sem kom frá Barcelona. Ég vil fara frá Bayern, það er klárt."

„Ég var alltaf klár og til taks öll þessi ár hjá félaginu, þrátt fyrir sársauka og meiðsli gerði ég mitt besta. Það besta í stöðunni er að finna lausn og ekki leitast eftir einhliða ákvörðun."


Lewandowski varaði svo Bayern við hvað gæti gerst ef félagið hleypir honum ekki í burtu. „Hvaða leikmaður á eftir að vilja fara til Bayern vitandi að eitthvað svona [staða Lewandowski] gæti komið upp hjá þeim? Hvar er hollustan og virðingin þá?"

„Ég var alltaf klár, hef verið hér í átta ár, kynnst stórkostlegu fólki og ég myndi vilja að svoleiðis myndi ég áfram líta á tímann hjá Bayern,"
sagði Lewandowski.

Lewandowski hefur raðað inn mörkum fyrir Bayern frá því hann kom frá Dortmund árið 2014. Hann hefur skorað 344 mörk í 375 leikjum og skoraði hann 50 mörk í 46 leikjum á nýliðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner