Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mið 07. júní 2023 01:01
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Jóhann Kristinn: Fallbyssuhnykkur varð til þess að öll stigin verða hér eftir
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA
Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Ég er svekktur fyrir hönd liðsins míns og stelpnanna sem mér fannst leggja mikið í þetta“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir 1-0-tap gegn Valskonum á Hlíðarenda fyrr í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Þór/KA

Mér fannst sumar virka stressaðar að óþörfu. Þó við séum hér á þessum heimavelli þá áttum við að vera aðeins slakari á boltanum. En einn alvöru, vinstri, fallbyssuhnykkur varð til þess að öll stigin verða hér eftir á Hlíðarenda.

Eftir góða byrjun á mótinu hjá Þór/KA hefur stigasöfnun gengið erfiðlega í síðustu leikjum en þetta er þriðja tap þeirra í röð, fjórða ef bikarinn er talinn með. Aðspurður hvernig þetta birtist þeim segir hann:

Við erum í þessari baráttu eins og öll lið. Við erum búin að vinna Stjörnuna og ÍBV á útivelli og Breiðablik heima og mér finnst það ágætt en við höfum misstigið okkur illa heima á móti Keflavík og FH. Þetta er mjög erfiður útivöllur og að tapa með minnsta mögulega mun er svekkjandi sérstaklega að skora ekki. Mér fannst við eiga skilið stig.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner