Leikdagurinn er nýr þáttur sem er framleiddur af Recmedia fyrir Bestu deildina. Í þættinum fáum við að skyggnast bakvið tjöldin og sjá hvernig dagur í lífi leikmanna í Bestu deildinni lítur út á leikdegi.
Í fyrsta þætti fengum við að fylgjas með undirbúningi Fanneyjar Ingu Birkisdóttur fyrir leik hjá Val.
Í fyrsta þætti fengum við að fylgjas með undirbúningi Fanneyjar Ingu Birkisdóttur fyrir leik hjá Val.
Í þætti tvö fáum við að fylgjast með Viktori Karli Einarssyni leikmanni Breiðabliks undirbúa sig fyrir stórleik Breiðabliks og Víkings sem fram fór fyrir rúmri viku.
Viktori er margt til lista lagt en fyrir utan fótboltann vinnur hann sem dreifingarstjóri hjá Maul en segja má að Maul sé sannkallað Bestu deildar fyrirtæki en fyrir utan Viktor vinna nokkur þekkt andlit úr deildinni hjá fyrirtækinu sem koma fyrir í þættinum.
Þá er Viktor einnig eigandi tveggja fatamerkja, Zantino og Bökk og fáum við fylgjast með hvernig hann tvinnar þessu saman við fótboltann.
Myndbandið má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir