Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fös 07. júní 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikdagurinn - Viktor Karl Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikdagurinn er nýr þáttur sem er framleiddur af Recmedia fyrir Bestu deildina. Í þættinum fáum við að skyggnast bakvið tjöldin og sjá hvernig dagur í lífi leikmanna í Bestu deildinni lítur út á leikdegi.

Í fyrsta þætti fengum við að fylgjas með undirbúningi Fanneyjar Ingu Birkisdóttur fyrir leik hjá Val.

Í þætti tvö fáum við að fylgjast með Viktori Karli Einarssyni leikmanni Breiðabliks undirbúa sig fyrir stórleik Breiðabliks og Víkings sem fram fór fyrir rúmri viku.

Viktori er margt til lista lagt en fyrir utan fótboltann vinnur hann sem dreifingarstjóri hjá Maul en segja má að Maul sé sannkallað Bestu deildar fyrirtæki en fyrir utan Viktor vinna nokkur þekkt andlit úr deildinni hjá fyrirtækinu sem koma fyrir í þættinum.

Þá er Viktor einnig eigandi tveggja fatamerkja, Zantino og Bökk og fáum við fylgjast með hvernig hann tvinnar þessu saman við fótboltann.

Myndbandið má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir