Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 07. júní 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Verða án reynsluboltanna á miðjunni en Kamel gæti spilað
Sami Kamel gæti spilað gegn Val.
Sami Kamel gæti spilað gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Á sunnudag mætir Keflavík liði Vals í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Fótbolti.net ræddi við Harald Frey Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur, um stöðuna á hópnum í aðdraganda leiksins.

Sami Kamel, besti leikmaður Keflavíkur, var ekki með gegn Leikni á miðvikudag en hann gæti spilað gegn Val.

„Sami hefur æft lítillega síðustu daga, erum að vonast til að hann verði leikfær. Frans (Elvarsson) er í banni og Sindri Snær (Magnússon) meiddist gegn Leikni. Þeir tveir verða frá, annars eru allir aðrir heilir," sagði Halli.

Frans og Sindri eru reynslumestu leikmenn Keflavíkur. Er Keflavík með menn til að leysa þá af?

„Við erum með breiðan hóp. Sindri hefur verið að glíma við meiðsli eiginlega í allan vetur, það er vont að missa hann út, skilst að hann sé tognaður á kálfa. Við leysum þetta, verðum ellefu inn á þegar leikurinn byrjar."

Hvað þarf Keflavík að gera til að vinna Val?

„Við höfum mikla trú á að við getum unnið þá hérna á okkar heimavelli. Okkur hefur gengið vel á þessum velli í sumar, höfum unnið báða leikina okkar í deildinnni og unnum Skagann á þessum velli í bikarnum. Við mætum til leiks með kassann úti, með sjálfstraust og höfum trú á því að við getum lagt Val að velli," sagði Halli.
Athugasemdir
banner
banner
banner