
,,Þetta er annar sigurinn hér í sumar og það er virkilega sætt að koma hingað aftur í bikarnum á erfiðasta útivöll landsins," sagði Baldur Sigurðsson leikmaður KR eftir 3-0 sigur liðsins á ÍBV í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag.
Aaron Spear, leikmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið eftir rúman hálftíma leik í dag. ,,Þrátt fyrir að vera einum fleiri stærstan hluta leiksins þá vorum við síst betri aðilinn og ÍBV á hrós skilið."
Aaron Spear, leikmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið eftir rúman hálftíma leik í dag. ,,Þrátt fyrir að vera einum fleiri stærstan hluta leiksins þá vorum við síst betri aðilinn og ÍBV á hrós skilið."
Spear fékk rauða spjaldið fyrir að ýta Gunnari Þór Gunnarssyni varnarmanni KR.
,,Það er búin að vera umræða um þetta og það er dómari búinn að stíga fram og segja að ofsafull framkoma er alltaf rautt spjald. Þetta er bara heimskulegt. Þetta er bara rautt og ég skil ekki hvernig menn fara í þessa gildru endalaust að þurfa að ýta í gaurinn eftir klafs. Þetta var rautt og vel gert hjá dómaranum."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir