Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks var örlítið svekktur eftir jafnteflið í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 0-0 Breiðablik
„Jú, ég er búinn að hugsa það, síðustu tveir leikir og að hafa ekki náð að skora. Við erum búnir að fá aragrúa af færum í báðum leikjum, markverðirnir eiga stórleik og við ekki alveg nógu effektívir fyrir framan markið. Gerir það að verkum að við náum ekki að skora en við erum góðir til baka og náum að halda núllinu í þessum tveimur leikjum ef maður tekur eitthvað jákvætt úr þessu en grátlegt að hafa ekki náð að klára þetta hérna með þremur stigum. ”
Þá er Ágúst ánægður með nýjustu viðbótina í hópnum en Thomas Mikkelsen er genginn til liðs við félagið.
„Við erum kominn með framherja, Thomas Mikkelsen frá Danmörku. Hann er búinn að æfa með okkur síðan um mánaðarmótin og hann verður tilbúinn í næsta leik á móti Fjölni 16. júlí. ”
Viðtalið í heildina má sjá hér að ofan.
Athugasemdir