Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   þri 07. júlí 2020 21:52
Sigurður Marteinsson
Deano: Tökum bara einn leik í einu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn og unnu 1-2 sigur á Haukum. Dean Martin þjálfari Selfoss var að vonum sáttur í leikslok en Selfyssingar voru manni færri frá 23. mínútu.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Selfoss

„Drulluerfiður leikur sérstaklega þegar þú missir menn snemma úr leik, mér fannst við höndla það bara mjög vel og þeir stóðu sig eins og hetjur strákarnir, börðust allan tímann og þorðu að taka boltann niður og spila líka''

Eins og áður sagði léku Selfyssingar manni færri nánast allan leikinn þar sem Guðmundur Tyrfingsson fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa ýtt við Nikola Dejan Djuric eftir að hafa brotið á honum. Dean vildi sem minnst um það tala. „Ég vil ekki tjá mig um þetta, við unnum leikinn og sigldum þessu heim''

Selfyssingar eiga heimaleik gegn Fjarðabyggð í næstu umferð. Aðspurður hvort að sigurinn í dag væri ekki gott veganesti fyrir þann leik sagði Dean deildina vera mjög jafna og lagði áherslu á að það væri fengist ekkert gefins á móti neinu liði.

„Við sýnum öllum liðum sömu virðingu og bara undirbúum okkur eins og við getum og reynum að sigla þessu heim"

Eftir fjórar umferðir eru Selfyssingar með 9 stig og eru margir á því að Selfossi muni vera eitt af þeim liðum sem verða að berjast um að fara upp um deild í sumar. Dean gaf mjög klassískt svar þegar hann var spurður út í þetta.

„Við tökum bara einn leik í einu , eins og ég segi þegar þú missir mann útaf, þá vantar þig mann inn í næsta leik líka. Þetta er bara langt tímabil og þetta er mikil vinna''







Athugasemdir