Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 07. júlí 2020 21:52
Sigurður Marteinsson
Deano: Tökum bara einn leik í einu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn og unnu 1-2 sigur á Haukum. Dean Martin þjálfari Selfoss var að vonum sáttur í leikslok en Selfyssingar voru manni færri frá 23. mínútu.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Selfoss

„Drulluerfiður leikur sérstaklega þegar þú missir menn snemma úr leik, mér fannst við höndla það bara mjög vel og þeir stóðu sig eins og hetjur strákarnir, börðust allan tímann og þorðu að taka boltann niður og spila líka''

Eins og áður sagði léku Selfyssingar manni færri nánast allan leikinn þar sem Guðmundur Tyrfingsson fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa ýtt við Nikola Dejan Djuric eftir að hafa brotið á honum. Dean vildi sem minnst um það tala. „Ég vil ekki tjá mig um þetta, við unnum leikinn og sigldum þessu heim''

Selfyssingar eiga heimaleik gegn Fjarðabyggð í næstu umferð. Aðspurður hvort að sigurinn í dag væri ekki gott veganesti fyrir þann leik sagði Dean deildina vera mjög jafna og lagði áherslu á að það væri fengist ekkert gefins á móti neinu liði.

„Við sýnum öllum liðum sömu virðingu og bara undirbúum okkur eins og við getum og reynum að sigla þessu heim"

Eftir fjórar umferðir eru Selfyssingar með 9 stig og eru margir á því að Selfossi muni vera eitt af þeim liðum sem verða að berjast um að fara upp um deild í sumar. Dean gaf mjög klassískt svar þegar hann var spurður út í þetta.

„Við tökum bara einn leik í einu , eins og ég segi þegar þú missir mann útaf, þá vantar þig mann inn í næsta leik líka. Þetta er bara langt tímabil og þetta er mikil vinna''







Athugasemdir
banner