Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 07. júlí 2020 21:52
Sigurður Marteinsson
Deano: Tökum bara einn leik í einu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn og unnu 1-2 sigur á Haukum. Dean Martin þjálfari Selfoss var að vonum sáttur í leikslok en Selfyssingar voru manni færri frá 23. mínútu.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Selfoss

„Drulluerfiður leikur sérstaklega þegar þú missir menn snemma úr leik, mér fannst við höndla það bara mjög vel og þeir stóðu sig eins og hetjur strákarnir, börðust allan tímann og þorðu að taka boltann niður og spila líka''

Eins og áður sagði léku Selfyssingar manni færri nánast allan leikinn þar sem Guðmundur Tyrfingsson fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa ýtt við Nikola Dejan Djuric eftir að hafa brotið á honum. Dean vildi sem minnst um það tala. „Ég vil ekki tjá mig um þetta, við unnum leikinn og sigldum þessu heim''

Selfyssingar eiga heimaleik gegn Fjarðabyggð í næstu umferð. Aðspurður hvort að sigurinn í dag væri ekki gott veganesti fyrir þann leik sagði Dean deildina vera mjög jafna og lagði áherslu á að það væri fengist ekkert gefins á móti neinu liði.

„Við sýnum öllum liðum sömu virðingu og bara undirbúum okkur eins og við getum og reynum að sigla þessu heim"

Eftir fjórar umferðir eru Selfyssingar með 9 stig og eru margir á því að Selfossi muni vera eitt af þeim liðum sem verða að berjast um að fara upp um deild í sumar. Dean gaf mjög klassískt svar þegar hann var spurður út í þetta.

„Við tökum bara einn leik í einu , eins og ég segi þegar þú missir mann útaf, þá vantar þig mann inn í næsta leik líka. Þetta er bara langt tímabil og þetta er mikil vinna''







Athugasemdir
banner