Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 07. júlí 2020 21:52
Sigurður Marteinsson
Deano: Tökum bara einn leik í einu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn og unnu 1-2 sigur á Haukum. Dean Martin þjálfari Selfoss var að vonum sáttur í leikslok en Selfyssingar voru manni færri frá 23. mínútu.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Selfoss

„Drulluerfiður leikur sérstaklega þegar þú missir menn snemma úr leik, mér fannst við höndla það bara mjög vel og þeir stóðu sig eins og hetjur strákarnir, börðust allan tímann og þorðu að taka boltann niður og spila líka''

Eins og áður sagði léku Selfyssingar manni færri nánast allan leikinn þar sem Guðmundur Tyrfingsson fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa ýtt við Nikola Dejan Djuric eftir að hafa brotið á honum. Dean vildi sem minnst um það tala. „Ég vil ekki tjá mig um þetta, við unnum leikinn og sigldum þessu heim''

Selfyssingar eiga heimaleik gegn Fjarðabyggð í næstu umferð. Aðspurður hvort að sigurinn í dag væri ekki gott veganesti fyrir þann leik sagði Dean deildina vera mjög jafna og lagði áherslu á að það væri fengist ekkert gefins á móti neinu liði.

„Við sýnum öllum liðum sömu virðingu og bara undirbúum okkur eins og við getum og reynum að sigla þessu heim"

Eftir fjórar umferðir eru Selfyssingar með 9 stig og eru margir á því að Selfossi muni vera eitt af þeim liðum sem verða að berjast um að fara upp um deild í sumar. Dean gaf mjög klassískt svar þegar hann var spurður út í þetta.

„Við tökum bara einn leik í einu , eins og ég segi þegar þú missir mann útaf, þá vantar þig mann inn í næsta leik líka. Þetta er bara langt tímabil og þetta er mikil vinna''







Athugasemdir
banner