Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 07. júlí 2020 21:52
Sigurður Marteinsson
Deano: Tökum bara einn leik í einu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn og unnu 1-2 sigur á Haukum. Dean Martin þjálfari Selfoss var að vonum sáttur í leikslok en Selfyssingar voru manni færri frá 23. mínútu.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Selfoss

„Drulluerfiður leikur sérstaklega þegar þú missir menn snemma úr leik, mér fannst við höndla það bara mjög vel og þeir stóðu sig eins og hetjur strákarnir, börðust allan tímann og þorðu að taka boltann niður og spila líka''

Eins og áður sagði léku Selfyssingar manni færri nánast allan leikinn þar sem Guðmundur Tyrfingsson fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa ýtt við Nikola Dejan Djuric eftir að hafa brotið á honum. Dean vildi sem minnst um það tala. „Ég vil ekki tjá mig um þetta, við unnum leikinn og sigldum þessu heim''

Selfyssingar eiga heimaleik gegn Fjarðabyggð í næstu umferð. Aðspurður hvort að sigurinn í dag væri ekki gott veganesti fyrir þann leik sagði Dean deildina vera mjög jafna og lagði áherslu á að það væri fengist ekkert gefins á móti neinu liði.

„Við sýnum öllum liðum sömu virðingu og bara undirbúum okkur eins og við getum og reynum að sigla þessu heim"

Eftir fjórar umferðir eru Selfyssingar með 9 stig og eru margir á því að Selfossi muni vera eitt af þeim liðum sem verða að berjast um að fara upp um deild í sumar. Dean gaf mjög klassískt svar þegar hann var spurður út í þetta.

„Við tökum bara einn leik í einu , eins og ég segi þegar þú missir mann útaf, þá vantar þig mann inn í næsta leik líka. Þetta er bara langt tímabil og þetta er mikil vinna''







Athugasemdir
banner