Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 07. júlí 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Vinahópur keypti skilti með mynd af sér á ÍR völlinn
Mynd: ÍR
Nýjasta auglýsingaskiltið á heimavelli ÍR er ólíkt öðrum auglýsingaskiltum á fótboltavöllum landsins.

Átta manna vinahópur keypti skiltið og því er mynd af félögunum á skiltinu.

„Á dögunum gerði hópur ungra manna sér lítið fyrir og keypti skilti á heimavöll ÍR til að styrkja knattspyrnudeildina," segir á Facebook síðu ÍR.

„Þar sem um er að ræða einstaklinga en ekki fyrirtæki þá er auðvitað bara mynd af hópnum á skiltinu! 😂"

Hér til hliðar má sjá skiltið.


Athugasemdir
banner