fös 07. ágúst 2020 06:00
Ástríðan
Pepelu Vidal farinn frá Víði Garði - Liðsstyrkur á leiðinni?
Pepelu í leik með Fjarðabyggð í fyrra.
Pepelu í leik með Fjarðabyggð í fyrra.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Spænski framherjinn Pepelu Vidal verður ekki meira með Víði Garði í 2. deildinni í sumar.

Pepelu kom til Víðis í vetur en hann er nú farinn heim til Spánar.

„Hann fékk heimþrá og fór," sagði Óskar Smári Haraldsson í Ástríðunni í gær.

Pepelu hafði skorað eitt mark í átta leikjum í 2. deildinni í sumar en í fyrra skoraði hann ellefu mörk í tuttugu leikjum með Fjarðabyggð.

Í Ástríðunni var talað um orðróm þess efnis að Víðismenn ætli að fá tvo nýja leikmenn til liðs við sig frá Serbíu á næstunni.

Víðir tapaði 2-1 gegn Völsungi á fimmtudag en liðið er í 10. sæti í deildinni eftir níu leiki, stigi frá falli.
Ástríðan - Þriðjungsuppgjör og hitamál
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner