
„Ég hafði áhyggjur af leiknum því undirbúningurinn er búinn að vera brösóttur," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, eftir 2-0 tap gegn ÍBV í Lengjudeildinni.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 0 - 2 ÍBV
Ólsarar hafa verið í Covid-veseni upp á síðkastið, leikmenn greinst með veiruna og aðrir farið í sóttkví.
„Við erum búnir að vera í sóttkví og einangrun. Síðasti maður mætti í dag úr einangrun. Mér fannst margt sem við getum tekið jákvætt úr leiknum, en við vorum ekki nógu góðir yfir 90 mínúturnar. Vestmannaeyingarnir eru góðir, sterkir og vel samhæfðir."
Víkingar eru á botninum með tvö stig. Það þarf mjög mikið að gerast svo að Ólsarar spili ekki í 2. deild á næstu leiktíð.
„Við þurfum að þora að gera hlutina. Varnarlínan var tvímælalaust sterkari og öflugri. Við getum byggt á því. Við þurfum að þora að taka boltann niður á miðsvæðinu og spila. Það vantar aðeins upp á sjálfstraustið; brotið sjálfstraust eftir erfitt sumar. Vonandi tekst mér að hjálpa strákunum svo þeir geti hjálpað sér sjálfir."
Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir