Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   sun 07. ágúst 2022 22:08
Anton Freyr Jónsson
Ingvar Jóns um stóra atvikið: Hundrað prósent kominn með hendurnar á boltann
Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Mér líður mjög ílla. Mér finnst að dómararnir hafi stolið tveimur stigum af okkur með þessari ákvörðun. Ég er hundrað prósent kominn með hendurnar á boltann og sé manninn koma á fleygi ferð og fórna hendinni fyrir og ég er bara heppinn að hann braut ekki á mér hendina aftur, þetta er sama hendi og seinast þannig glórulaust að dómarinn hafi ekki séð þetta." sagði Ingvar Jónsson markvörður eftir 3-3 jafnteflið gegn Fram í Úlfarsárdal en Ingvar Jónsson var afar ósáttur við ákvörðunina hjá Helga Mikael á jöfnunarmarki Fram undir lok leiks


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 Víkingur R.

„Það er bara út í hött að Helgi Mikael hafi ekki séð þetta, fela sig á bakvið það að það eru of margir menn fyrir og þá þurfum við bara að fá VAR í deildina, þetta gæti orðið risa stórt í lokin þessi þrjú stig en auðvitað vorum við kannski klaufar, við áttum að vera búin að klára leikinn fyrr fannst mér. Mér fannst við yfirspila Fram á stórum köflum, þeir countera okkur vel og gerðu vel í þeirra mörkum en við áttum að vera löngu búnir að klára þennan leik."

Víkingar lentu tveimur mörkum undir í leiknum en sýndu gríðarlegan karakter og komu til baka með þremur mörkum.

„Við erum með frábært fótboltalið og auðvitað erum við í gríðarlegu leikjaprógrami núna. Það sást örugglega, þetta er ákveðin kúnst að peppa sig upp í svona leiki inn á milli og sérstaklega því það er stórleikur á fimmtudaginn og mér fannst menn bara gera það vel. Byrjuðum leikinn að krafti og gerðum nóg til að ná í þrjú stigin."

Breiðablik tapaði stigum á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld og var Ingvar Jónsson spurður hvort það væri ekki svekkjandi að hafa náð að klára þetta verkefni í kvöld. 

„Arnar var náttúrulega búin að segja okkur á fundi í gær að Breiðablik myndi tapa, hann er náttúrulega er skygn held ég alveg örugglega. Hann var búin að láta okkur vita af því að þeir myndu tapa og notaði það sem modivation fyrir okkur að vinna þennan leik en maður lítur á jákvæðu punktana að við erum einu stigi nær þeim allaveganna."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner