Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   sun 07. ágúst 2022 22:08
Anton Freyr Jónsson
Ingvar Jóns um stóra atvikið: Hundrað prósent kominn með hendurnar á boltann
Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Mér líður mjög ílla. Mér finnst að dómararnir hafi stolið tveimur stigum af okkur með þessari ákvörðun. Ég er hundrað prósent kominn með hendurnar á boltann og sé manninn koma á fleygi ferð og fórna hendinni fyrir og ég er bara heppinn að hann braut ekki á mér hendina aftur, þetta er sama hendi og seinast þannig glórulaust að dómarinn hafi ekki séð þetta." sagði Ingvar Jónsson markvörður eftir 3-3 jafnteflið gegn Fram í Úlfarsárdal en Ingvar Jónsson var afar ósáttur við ákvörðunina hjá Helga Mikael á jöfnunarmarki Fram undir lok leiks


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 Víkingur R.

„Það er bara út í hött að Helgi Mikael hafi ekki séð þetta, fela sig á bakvið það að það eru of margir menn fyrir og þá þurfum við bara að fá VAR í deildina, þetta gæti orðið risa stórt í lokin þessi þrjú stig en auðvitað vorum við kannski klaufar, við áttum að vera búin að klára leikinn fyrr fannst mér. Mér fannst við yfirspila Fram á stórum köflum, þeir countera okkur vel og gerðu vel í þeirra mörkum en við áttum að vera löngu búnir að klára þennan leik."

Víkingar lentu tveimur mörkum undir í leiknum en sýndu gríðarlegan karakter og komu til baka með þremur mörkum.

„Við erum með frábært fótboltalið og auðvitað erum við í gríðarlegu leikjaprógrami núna. Það sást örugglega, þetta er ákveðin kúnst að peppa sig upp í svona leiki inn á milli og sérstaklega því það er stórleikur á fimmtudaginn og mér fannst menn bara gera það vel. Byrjuðum leikinn að krafti og gerðum nóg til að ná í þrjú stigin."

Breiðablik tapaði stigum á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld og var Ingvar Jónsson spurður hvort það væri ekki svekkjandi að hafa náð að klára þetta verkefni í kvöld. 

„Arnar var náttúrulega búin að segja okkur á fundi í gær að Breiðablik myndi tapa, hann er náttúrulega er skygn held ég alveg örugglega. Hann var búin að láta okkur vita af því að þeir myndu tapa og notaði það sem modivation fyrir okkur að vinna þennan leik en maður lítur á jákvæðu punktana að við erum einu stigi nær þeim allaveganna."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner