Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   sun 07. ágúst 2022 22:08
Anton Freyr Jónsson
Ingvar Jóns um stóra atvikið: Hundrað prósent kominn með hendurnar á boltann
Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Mér líður mjög ílla. Mér finnst að dómararnir hafi stolið tveimur stigum af okkur með þessari ákvörðun. Ég er hundrað prósent kominn með hendurnar á boltann og sé manninn koma á fleygi ferð og fórna hendinni fyrir og ég er bara heppinn að hann braut ekki á mér hendina aftur, þetta er sama hendi og seinast þannig glórulaust að dómarinn hafi ekki séð þetta." sagði Ingvar Jónsson markvörður eftir 3-3 jafnteflið gegn Fram í Úlfarsárdal en Ingvar Jónsson var afar ósáttur við ákvörðunina hjá Helga Mikael á jöfnunarmarki Fram undir lok leiks


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 Víkingur R.

„Það er bara út í hött að Helgi Mikael hafi ekki séð þetta, fela sig á bakvið það að það eru of margir menn fyrir og þá þurfum við bara að fá VAR í deildina, þetta gæti orðið risa stórt í lokin þessi þrjú stig en auðvitað vorum við kannski klaufar, við áttum að vera búin að klára leikinn fyrr fannst mér. Mér fannst við yfirspila Fram á stórum köflum, þeir countera okkur vel og gerðu vel í þeirra mörkum en við áttum að vera löngu búnir að klára þennan leik."

Víkingar lentu tveimur mörkum undir í leiknum en sýndu gríðarlegan karakter og komu til baka með þremur mörkum.

„Við erum með frábært fótboltalið og auðvitað erum við í gríðarlegu leikjaprógrami núna. Það sást örugglega, þetta er ákveðin kúnst að peppa sig upp í svona leiki inn á milli og sérstaklega því það er stórleikur á fimmtudaginn og mér fannst menn bara gera það vel. Byrjuðum leikinn að krafti og gerðum nóg til að ná í þrjú stigin."

Breiðablik tapaði stigum á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld og var Ingvar Jónsson spurður hvort það væri ekki svekkjandi að hafa náð að klára þetta verkefni í kvöld. 

„Arnar var náttúrulega búin að segja okkur á fundi í gær að Breiðablik myndi tapa, hann er náttúrulega er skygn held ég alveg örugglega. Hann var búin að láta okkur vita af því að þeir myndu tapa og notaði það sem modivation fyrir okkur að vinna þennan leik en maður lítur á jákvæðu punktana að við erum einu stigi nær þeim allaveganna."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir