Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 07. ágúst 2022 22:08
Anton Freyr Jónsson
Ingvar Jóns um stóra atvikið: Hundrað prósent kominn með hendurnar á boltann
Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Mér líður mjög ílla. Mér finnst að dómararnir hafi stolið tveimur stigum af okkur með þessari ákvörðun. Ég er hundrað prósent kominn með hendurnar á boltann og sé manninn koma á fleygi ferð og fórna hendinni fyrir og ég er bara heppinn að hann braut ekki á mér hendina aftur, þetta er sama hendi og seinast þannig glórulaust að dómarinn hafi ekki séð þetta." sagði Ingvar Jónsson markvörður eftir 3-3 jafnteflið gegn Fram í Úlfarsárdal en Ingvar Jónsson var afar ósáttur við ákvörðunina hjá Helga Mikael á jöfnunarmarki Fram undir lok leiks


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 Víkingur R.

„Það er bara út í hött að Helgi Mikael hafi ekki séð þetta, fela sig á bakvið það að það eru of margir menn fyrir og þá þurfum við bara að fá VAR í deildina, þetta gæti orðið risa stórt í lokin þessi þrjú stig en auðvitað vorum við kannski klaufar, við áttum að vera búin að klára leikinn fyrr fannst mér. Mér fannst við yfirspila Fram á stórum köflum, þeir countera okkur vel og gerðu vel í þeirra mörkum en við áttum að vera löngu búnir að klára þennan leik."

Víkingar lentu tveimur mörkum undir í leiknum en sýndu gríðarlegan karakter og komu til baka með þremur mörkum.

„Við erum með frábært fótboltalið og auðvitað erum við í gríðarlegu leikjaprógrami núna. Það sást örugglega, þetta er ákveðin kúnst að peppa sig upp í svona leiki inn á milli og sérstaklega því það er stórleikur á fimmtudaginn og mér fannst menn bara gera það vel. Byrjuðum leikinn að krafti og gerðum nóg til að ná í þrjú stigin."

Breiðablik tapaði stigum á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld og var Ingvar Jónsson spurður hvort það væri ekki svekkjandi að hafa náð að klára þetta verkefni í kvöld. 

„Arnar var náttúrulega búin að segja okkur á fundi í gær að Breiðablik myndi tapa, hann er náttúrulega er skygn held ég alveg örugglega. Hann var búin að láta okkur vita af því að þeir myndu tapa og notaði það sem modivation fyrir okkur að vinna þennan leik en maður lítur á jákvæðu punktana að við erum einu stigi nær þeim allaveganna."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir