Enska Championship félagið West Bromwich Albion ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð þar sem stefnan er sett á endurkomu í úrvalsdeildina frægu.
West Brom hefur því verið að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og var að bæta tveimur nýjum mönnum við sig í dag.
Félagið er búið að kaupa vinstri bakvörðinn Gianluca Frabotta frá Juventus, en hann kemur á frjálsri sölu og heldur Juve 20% endursölurétti á leikmanninum.
QPR reyndi einnig að fá Frabotta til sín, en leikmaðurinn valdi West Brom. Frabotta er 25 ára gamall og þótti gríðarlega mikið efni áður fyrr, sem á þó enn eftir að rætast úr. Hann hefur aðeins leikið 18 leiki fyrir meistaraflokk Juventus, auk þess að hafa verið hjá Verona, Frosinone, Bari og fleiri félögum á lánssamningum.
Þá er Lewis Dobbin einnig mættur á eins árs lánssamningi frá Aston Villa.
Dobbin er 21 árs sóknarleikmaður sem Aston Villa keypti til sín frá Everton í sumar. Hann er kantaður að upplagi en getur einnig leikið sem fremsti sóknarmaður.
Dobbin á leiki að baki fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni og Derby County í Championship.
Torbjörn Heggem, Devante Cole, Ousmane Diakité, Joe Wildsmith, og Paddy McNair eru einnig komnir til West Brom.
We're delighted to announce the signing of defender Gianluca Frabotta from @juventusfc. ??
— West Bromwich Albion (@WBA) August 6, 2024
Benvenuto, Gianluca! ????
Athugasemdir