Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   mið 07. ágúst 2024 12:31
Elvar Geir Magnússon
Fylkir sendi frá sér yfirlýsingu vegna launamála
Frá heimavelli Fylkis í Árbænum.
Frá heimavelli Fylkis í Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fylkir sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna fjölmiðlaumfjöllunar þar sem haldið var fram að félagið ætti í fjárhagsvandræðum og launagreiðslur skiluðu sér seint.

Í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin var talað um að leikmenn Fylkis hefðu verið spurðir að því hvort bíða mætti með launagreiðslur og fjallað var um málið hjá DV í kjölfarið.

Fylkir viðurkennir að samið hafi verið við nokkra leikmenn liðsins um að þeim verði greitt síðar en upphaflega var áætlað.

Tilkynningin frá knattspyrnudeild Fylkis:

Ábyrgur rekstur
Vegna umfjöllunar DV í dag um að leikmenn Fylkis hafi verið beðnir um að bíða með að fá laun sín greidd þá vill stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis taka eftirfarandi fram.

Knattspyrnudeild Fylkis kappkostar og leggur áherslu á að rekstur deildarinnar fari fram með ábyrgum hætti.

Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV er að í gegnum opið og heiðarlegt samtal hefur verið samið við nokkra leikmenn Fylkis um að deildin greiði þeim seinna en upphaflega var áformað.

Slíkar aðstæður hafa komið upp áður í rekstri Knattspyrnudeildar Fylkis og þá, líkt og nú, hefur verið samið um þessar greiðslur við þá sem eiga hlut að máli.

Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þessum aðilum og að gert verði upp samkvæmt samkomulagi eins og áður hefur verið gert.

Í þessu samhengi er rifjað upp að tekjur deildarinnar voru um 280 milljónir króna á árinu 2023 og deildin var rekin með hagnaði.

Athugasemdir
banner
banner
banner