Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mán 07. september 2020 21:54
Hafliði Breiðfjörð
Bjössi Hreiðars ósáttur við frestun: Hvaða grín er þetta?
Lengjudeildin
Bjössi á hliðarlínunni í kvöld.
Bjössi á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vil vinna alla leiki á heimavelli og við ætluðum svo sannarlega að gera það," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur eftir 1 - 1 jafntefli við ÍBV í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍBV

„Þetta var skemmtilegur leikur og hart tekist á. Mögulega var þetta sanngjörn niðurstaða, menn lögðu sig fram og geggjaðar aðstæður hérna. Það er bara gaman að komast í fótbolta aftur. Við erum nánast búnir að vera í sóttkví og búnir að spila einn leik á 16 dögum í þessu árferði sem er mjög athyglisvart. Ég var ánægður að komast inn á völlinn aftur."

Grindavík hefur ekki leikið í 16 daga eins og Bjössi sagði en leik liðsins gegn Keflavík sem fara átti fram í síðustu viku því Rúnar Þór Sigurgeirsson leikmaður Keflavíkur var valinn í hóp U21 landsliðsins sem vann Svía á föstudaginn.

„Þetta er bara galið, við erum í september og bíðum í 16 daga því það er hörkuleikmaður reyndar, í landsliðshóp. Hvaða grín er þetta? Svo þarftu 5 menn í sóttkví til að fresta leik. Ég hefði viljað vera í rhythma hérna og spila fleiri leiki," sagði hann en finnst honum ósanngjarnt að leikjum sé frestað því menn eru í landsliðsverkefnum?

„Ef landsleikurinn er daginn eða eitthvað, fjandakornið, þetta er einn maður og ég hefði viljað spila þennan leik. Það þarf að halda þessum rhythma gangandi."

Nánar er rætt við Bjössa í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner