Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   mán 07. september 2020 21:54
Hafliði Breiðfjörð
Bjössi Hreiðars ósáttur við frestun: Hvaða grín er þetta?
Lengjudeildin
Bjössi á hliðarlínunni í kvöld.
Bjössi á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vil vinna alla leiki á heimavelli og við ætluðum svo sannarlega að gera það," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur eftir 1 - 1 jafntefli við ÍBV í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍBV

„Þetta var skemmtilegur leikur og hart tekist á. Mögulega var þetta sanngjörn niðurstaða, menn lögðu sig fram og geggjaðar aðstæður hérna. Það er bara gaman að komast í fótbolta aftur. Við erum nánast búnir að vera í sóttkví og búnir að spila einn leik á 16 dögum í þessu árferði sem er mjög athyglisvart. Ég var ánægður að komast inn á völlinn aftur."

Grindavík hefur ekki leikið í 16 daga eins og Bjössi sagði en leik liðsins gegn Keflavík sem fara átti fram í síðustu viku því Rúnar Þór Sigurgeirsson leikmaður Keflavíkur var valinn í hóp U21 landsliðsins sem vann Svía á föstudaginn.

„Þetta er bara galið, við erum í september og bíðum í 16 daga því það er hörkuleikmaður reyndar, í landsliðshóp. Hvaða grín er þetta? Svo þarftu 5 menn í sóttkví til að fresta leik. Ég hefði viljað vera í rhythma hérna og spila fleiri leiki," sagði hann en finnst honum ósanngjarnt að leikjum sé frestað því menn eru í landsliðsverkefnum?

„Ef landsleikurinn er daginn eða eitthvað, fjandakornið, þetta er einn maður og ég hefði viljað spila þennan leik. Það þarf að halda þessum rhythma gangandi."

Nánar er rætt við Bjössa í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner