Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   mán 07. september 2020 21:44
Hafliði Breiðfjörð
Gummi Magg: Fólk getur blótað mér uppi í stúku
Lengjudeildin
Gummi ræðir við Halldór Pál markvörð ÍBV eftir leik.
Gummi ræðir við Halldór Pál markvörð ÍBV eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bikarleikurinn í byrjun sumars fór eins og hann fór en svo mættum við til eyja með hörkuleik. Við vorum yfir líka í honum og þeir jöfnuðu," sagði Guðmundur Magnússon framherji Grindavíkur eftir 1 - 1 jafntefli gegn ÍBV í Lengjudeild karla í kvöld en ÍBV hafði unnið bikarleik liðanna í Grindavík í maí 1 - 5. Síðan þá gerðu liðin 1 - 1 jafntefli í deildarleik í eyjum og aftur í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍBV

„Þetta var bara stál í stál, Glenn klúðraði dauðafæri, ég klúðraði dauðafæri. Menn voru kannski að búast við opnum leik en eyjamenn voru að tapa fyrsta leiknum í sumar og falla því eðlilega aðeins niður og beita skyndisóknum. Þetta var samt hörkuleikur."

Það fyrsta sem Gummi sagði þegar ég ræddi við hann var að rifja upp bikarleikinn í maí. En er hann ennþá svona ofarlega í huga?

„Hann sigur helvíti lengi í manni. Það var bara liðin ein mínúta af sumrinu og staðan orðin 1-0, svo 2-0. Þetta er aftast í kollinum en leikurinn var samt í maí. Þú mótiverar þig alltaf á svona leikjum."

Nánar er rætt við Gumma í sjónvarpinu hér að ofan. Þegar hann var spurður hvort hann hafi ekki verið sáttur með leikinn sagði hann.

„Ég myndi vilja klára færin mín. Fólk getur blótað mér uppi í stúku en ég blóta mér mest sjálfur," sagði hann en er hann að heyra fólk blóta sér í stúkunni?

„Nei, en ég veit hvernig er að vera stuðningsmaður og menn eru að klúðra. Eg mæti bara á næstu æfingu og fer að skjóta á markið og reyna að bjarga þessu."
Athugasemdir
banner
banner