Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Við höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki og koma okkur áfram
Nik: Við viljum bara góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir leikinn í Danmörku
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   mán 07. september 2020 21:44
Hafliði Breiðfjörð
Gummi Magg: Fólk getur blótað mér uppi í stúku
Lengjudeildin
Gummi ræðir við Halldór Pál markvörð ÍBV eftir leik.
Gummi ræðir við Halldór Pál markvörð ÍBV eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bikarleikurinn í byrjun sumars fór eins og hann fór en svo mættum við til eyja með hörkuleik. Við vorum yfir líka í honum og þeir jöfnuðu," sagði Guðmundur Magnússon framherji Grindavíkur eftir 1 - 1 jafntefli gegn ÍBV í Lengjudeild karla í kvöld en ÍBV hafði unnið bikarleik liðanna í Grindavík í maí 1 - 5. Síðan þá gerðu liðin 1 - 1 jafntefli í deildarleik í eyjum og aftur í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍBV

„Þetta var bara stál í stál, Glenn klúðraði dauðafæri, ég klúðraði dauðafæri. Menn voru kannski að búast við opnum leik en eyjamenn voru að tapa fyrsta leiknum í sumar og falla því eðlilega aðeins niður og beita skyndisóknum. Þetta var samt hörkuleikur."

Það fyrsta sem Gummi sagði þegar ég ræddi við hann var að rifja upp bikarleikinn í maí. En er hann ennþá svona ofarlega í huga?

„Hann sigur helvíti lengi í manni. Það var bara liðin ein mínúta af sumrinu og staðan orðin 1-0, svo 2-0. Þetta er aftast í kollinum en leikurinn var samt í maí. Þú mótiverar þig alltaf á svona leikjum."

Nánar er rætt við Gumma í sjónvarpinu hér að ofan. Þegar hann var spurður hvort hann hafi ekki verið sáttur með leikinn sagði hann.

„Ég myndi vilja klára færin mín. Fólk getur blótað mér uppi í stúku en ég blóta mér mest sjálfur," sagði hann en er hann að heyra fólk blóta sér í stúkunni?

„Nei, en ég veit hvernig er að vera stuðningsmaður og menn eru að klúðra. Eg mæti bara á næstu æfingu og fer að skjóta á markið og reyna að bjarga þessu."
Athugasemdir
banner
banner