Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mán 07. september 2020 21:44
Hafliði Breiðfjörð
Gummi Magg: Fólk getur blótað mér uppi í stúku
Lengjudeildin
Gummi ræðir við Halldór Pál markvörð ÍBV eftir leik.
Gummi ræðir við Halldór Pál markvörð ÍBV eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bikarleikurinn í byrjun sumars fór eins og hann fór en svo mættum við til eyja með hörkuleik. Við vorum yfir líka í honum og þeir jöfnuðu," sagði Guðmundur Magnússon framherji Grindavíkur eftir 1 - 1 jafntefli gegn ÍBV í Lengjudeild karla í kvöld en ÍBV hafði unnið bikarleik liðanna í Grindavík í maí 1 - 5. Síðan þá gerðu liðin 1 - 1 jafntefli í deildarleik í eyjum og aftur í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍBV

„Þetta var bara stál í stál, Glenn klúðraði dauðafæri, ég klúðraði dauðafæri. Menn voru kannski að búast við opnum leik en eyjamenn voru að tapa fyrsta leiknum í sumar og falla því eðlilega aðeins niður og beita skyndisóknum. Þetta var samt hörkuleikur."

Það fyrsta sem Gummi sagði þegar ég ræddi við hann var að rifja upp bikarleikinn í maí. En er hann ennþá svona ofarlega í huga?

„Hann sigur helvíti lengi í manni. Það var bara liðin ein mínúta af sumrinu og staðan orðin 1-0, svo 2-0. Þetta er aftast í kollinum en leikurinn var samt í maí. Þú mótiverar þig alltaf á svona leikjum."

Nánar er rætt við Gumma í sjónvarpinu hér að ofan. Þegar hann var spurður hvort hann hafi ekki verið sáttur með leikinn sagði hann.

„Ég myndi vilja klára færin mín. Fólk getur blótað mér uppi í stúku en ég blóta mér mest sjálfur," sagði hann en er hann að heyra fólk blóta sér í stúkunni?

„Nei, en ég veit hvernig er að vera stuðningsmaður og menn eru að klúðra. Eg mæti bara á næstu æfingu og fer að skjóta á markið og reyna að bjarga þessu."
Athugasemdir
banner