Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. september 2020 13:41
Magnús Már Einarsson
Lokaumferðin í Pepsi Max-deild kvenna ekki öll á sama tíma?
KR er á botninum en á þrjá leiki inni á mörg lið.
KR er á botninum en á þrjá leiki inni á mörg lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið nýja leikdaga fyrir leiki KR í Pepsi Max-deild kvenna sem frestuðust vegna sóttkvíar leikmanna KR.

Leikur ÍBV og KR í lokaumferðinni fer ekki fram laugardaginn 17. október eins og aðrir leikir í deildinni ef núverandi plan heldur sér.

ÍBV og Fram mætast í lokaumferð Lengjudeildar karla laugardaginn 17. október og því getur ÍBV ekki tekið á móti KR í Pepsi Max-deild kvenna þann dag. Sá leikur er núna skráður á sunnudaginn 18. október.

KR er í mikilli fallbaráttu og því er ekki ólíklegt að einhverjir fleiri leikir verði færðir á sunnudaginn ef að leikurinn í Eyjum hefur mikla þýðingu í fallbaráttunni.

Lokaumferðin

laugardagur 17. október
14:00 Stjarnan-Breiðablik (Samsungvöllurinn)
14:00 Þór/KA-Þróttur R. (Þórsvöllur)
14:00 Valur-Selfoss (Origo völlurinn)
14:00 Fylkir-FH (Würth völlurinn)

sunnudagur 18. október
14:00 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner