Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   mán 07. september 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Wolves að fá annan efnilegan frá Porto - Vitinha í læknisskoðun í vikunni
Vitinha í leik gegn Benfica fyrr á árinu. Hann spilaði 8 leiki með aðalliði Porto í efstu deild á síðustu leiktíð.
Vitinha í leik gegn Benfica fyrr á árinu. Hann spilaði 8 leiki með aðalliði Porto í efstu deild á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Úlfarnir séu líklegir til að bæta enn einum Portúgalanum við leikmannahóp sinn eftir komu Fabio Silva frá Porto.

Sá heitir Vitor Ferreira en er betur þekktur sem Vitinha í heimalandinu. Hann þykir gríðarlega efnilegur og hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Portúgals.

Wolves greiddi metfé fyrir Silva, eða 35 milljónir punda, en Vitinha mun koma á lánssamningi með 18 milljón punda kaupmöguleika.

Vitinha, sem er miðjumaður að upplagi, er samningsbundinn Porto og á rúmlega 30 leiki að baki fyrir yngri landslið Portúgal. Á síðustu leiktíð gerði hann frábæra hluti með B-liði Porto í næstefstu deild þar sem hann skoraði átta mörk og lagði þrjú upp í 15 leikjum.

Vitinha yrði ellefti Portúgalinn í leikmannahópi Úlfanna, sem eru aðeins með fjóra Englendinga innanborðs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner