Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 07. september 2021 19:38
Arnar Laufdal Arnarsson
Davíð Snorri: Vorum með kassann úti og sýndum hugrekki
Icelandair
Mynd: Getty Images
"Við þurftum að taka það á okkur að verjast og vera lítið með boltann svo tókum við yfir leikinn með boltann þannig ég held að þetta hafi bara verið tvö góð lið að spila og hörku leikur til þess að „process-a" fyrir strákana" Sagði Davíð Snorri Jónasson þjálfari íslenska U-21 landsliðsins eftir 1-1 jafntefli gegn Grikklandi í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  1 Grikkland U21

Hvernig var Gríska liðið að mati Davíðs?

"Við vissum að þetta væri gott lið og þeir settu okkur undir pressu og þeir voru að taka þessi hlaup sem við undirbjuggum okkur fyrir og markið þeirra kemur meðal annars úr því, en þetta er bara massívt lið og mér fannst þeir góðir sérstaklega til að byrja með og það tók okkur smá tíma að komast inn í leikinn"

"En hrós á okkur fyrir að komast í 1-0, óheppnir að fá á okkur mark rétt fyrir hálfleik en seinni hálfleikurinn var bara mjög flottur hjá okkur og við vorum með kassann úti og sýndum hugrekki"

Íslenska liðið spilaði í 5-3-2 kerfi í dag, hvernig fannst Davíð það virka?

"Mér fannst það virka vel, þótt þeir hefðu verið með boltann á köflum og sett hann aftur fyrir okkur þá vissum við að þetta voru stöður sem geta komið upp, síðan fannst mér við gera vel við boltann í kerfinu og nýta þau svæði sem kerfið bíður upp á"

1-1 sanngjörn niðurstaða?

"Ég vildi auðvitað þrjú stig en þetta var smá bara þeir betri á einhverjum kafla, við betri á einhverjum kafla, ef við hefðum spilað aðeins lengur þá hefðum við unnið en hugsanlega sanngjarnt á þessum tímapunkti"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner