mið 07. september 2022 15:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Costa kominn með atvinnuleyfi - Fer til Englands í kvöld
Mynd: Getty Images
Diego Costa er kominn með atvinnuleyfi á Englandi en upphaflega var umsókn hans um slíkt hafnað. Wolves áfrýjaði niðurstöðunni og sú áfrýjun skilaði árangri.

Það er íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu og segir að Costa muni fljúga til Englands í kvöld og ganga frá samningi við Wolves.

Wolves er í framherjaleit þar sem Sasa Kalajdzic, sem félagið keypti í lok félagsskiptagluggans, varð fyrir hnémeiðslum um liðna helgi.

Costa mun fara í læknisskoðun hjá Wolves og ef hann stenst hana mun hann skrifa undir hjá félaginu.

Costa er 33 ára og er samningslaus. Hann spilaði síðast með Atletico Mineiro í Brasilíu en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Atletico Madrid og Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner