Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 07. september 2022 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rétta þarf aftur í máli Giggs
Mynd: Getty Images
Rétta þarf aftur í máli Ryan Giggs þar sem kviðdómi tókst ekki að komast að niðurstöðu í málinu eftir að hafa rætt málið í tuttugu klukkustundir.

Endurtaka þarf réttarhöldin og hefur dagsetning verið ákveðin. Réttað verður aftur í málinu þann 31. júlí á næsta ári.

Giggs, sem er ein dáðasta goðsögn í sögu Manchester United, var ákærður fyrir að hafa beitt fyrrum kærustu sína, Kate Greville, líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var handtekinn þann 1. nóvember árið 2020 en samkvæmt Kate á Giggs að hafa skallað hana það kvöld sem og gefið systur hennar, Emmu, olnbogaskot í andlitið.

Giggs, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Wales, hefur haldið fram sakleysi sínu og umboðsmaður hans sagði að ásakanirnar hefðu verið byggðar á lygum.

Kviðdómurinn var skipaður 11 einstaklingum, sjö konum og fjórum karlmönnum.
Athugasemdir
banner
banner