Todd Boehly, eigandi Chelsea, hefur ákveðið að reka Thomas Tuchel, stjóra félagsins, úr starfi.
Chelsea sendi út tilkynningu rétt í þessu þar sem félagið greinir frá tíðindunum. Tuchel og hans starfsfólk er þakkað fyrir sín störf fyrir félagið og minnst á að Tuchel gerði Chelsea að Meistaradeildarmeisturum og heimsmeisturum félagsliða.
Chelsea sendi út tilkynningu rétt í þessu þar sem félagið greinir frá tíðindunum. Tuchel og hans starfsfólk er þakkað fyrir sín störf fyrir félagið og minnst á að Tuchel gerði Chelsea að Meistaradeildarmeisturum og heimsmeisturum félagsliða.
Það styttist í að nýir eigendur hafi verið í 100 daga hjá félaginu og nýju eigendurnir telja þessa ákvörðun rétta á þessum tímapunkti.
Þjálfarateymi Chelsea mun sjá um liðið næstu daga og undirbúa liðið fyrir næsta leik á meðan félagið finnur og ræður nýjan stjóra. Næsti leikur liðsins er gegn Fulham í hádeginu á laugardag.
Brottrekstur Tuchel kemur í kjölfarið á erfiðri byrjun á tímabilinu á Englandi. Liðið er í sjötta sæti með tíu stig eftir sex leiki. Í gær tapaði liðið svo gegn Dinamo Zagreb á útivelli í Meistaradeildinni.
Þjóðverjinn tók við Chelsea í janúar 2021 og var því í rúmt eitt og hálft ár í starfi hjá félaginu.
Athugasemdir