Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 07. september 2022 12:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tuchel sagður algjörlega sjokkeraður á ákvörðun stjórnar
Samkvæmt heimildum The Sun mætti Thomas Tuchel á æfingasvæði Chelsea í morgun til að láta leikmenn Chelsea heyra það fyrir frammistöðu sína gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gær.

Tuchel náði hins vegar ekki svo langt. Þegar hann mætti var hann hins vegar boðaður á símafund með stjórn Chelsea.

Fundurinn varði í tíu mínútur og reyndi Tuchel að tala stjórnina af því að reka sig. Hann óskaði eftir tækifæri til þess að snúa hlutunum við.

Ekki var hlustað á þá beiðni og er sagt frá því að Tuchel hafi verið algjörlega sjokkeraður. Hann fór svo og sótti eigur sínar, kvaddi og yfirgaf æfingasvæðið.

Í kjölfarið sendi svo Chelsea út tilkynninguna um brottreksturinn.

Miðað við nýjustu fregnir er líklegast að Chelsea fái Graham Potter frá Brighton til þess að taka við stjórastöðunni.
Athugasemdir
banner
banner