Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. september 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur ekki unnið heimaleik í Bestu í tvo mánuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur mætir Leikni í frestuðum leik í kvöld, leikurinn er liður í 15. umferð Bestu deildarinnar og átti að fara fram í byrjun ágúst. Leikurinn gat ekki farið fram þá vegna þátttöku Víkings í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Víkingur er í 3. sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og Leiknir er í botnsætinu. Það vekur athygli að síðasti heimasigur Víkings í deildinni kom 9. júlí. Þá vann liðið 3-2 sigur á ÍA.

Svo það sé tekið fram þá hefur Víkingur reyndar einungis spilað tvo heimaleiki frá þeim leik. Liðið gerði jafntefli við Val þann 22. ágúst og jafntefli við ÍBV á sunnudaginn var. Báðir leikirnir enduðu 2-2. Fyrir leikinn í kvöld hefur Víkingur náð í fleiri stig á útivelli (19 stig, 10 leikir) heldur á heimavelli (17 stig, 9 leikir).

Frá leiknum gegn ÍA hefur Víkingur unnið þrjá heimaleiki í öðrum keppnum. Þann 18. ágúst vann liðið KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og bæði Lech Poznan og TNS í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Leiknir hefur tapað síðustu tveimur útileikjum sínum en þar á undan vann liðið 0-3 sigur á Stjörnunni sem er eini útisigur liðsins til þessa og fyrsti útisigur liðsins í sjö ár í efstu deild.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner