Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. september 2022 10:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wolves gæti leitað til Carroll - Kroos til Man City?
Powerade
Andy Carroll aftur í úrvalsdeildina?
Andy Carroll aftur í úrvalsdeildina?
Mynd: Getty Images
Frenkie de Jong
Frenkie de Jong
Mynd: Getty Images
Toni Kroos
Toni Kroos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slúðurpakki dagsins er í boði Powerade og er tekinn saman af BBC.



Wolves gæti horft til Andy Carroll (33) ef að félagið fær ekki Diego Costa til sín á frjálsri sölu. (Telegraph)

Manchester United og Chelsea munu áfram fylgjast með Fenkie de Jong (25) hjá Barcelona upp á möguleikann að fá hann í janúar. (Caught Offside)

Manchester City horfir í möguleikann á að fá Toni Kroos (32) til félagsins frá Real Madrid í janúar. Kroos verður samningslaus næsta sumar. (El Nacional)

Douglaz Luiz (24) ætlar að fara á frjálsri sölu frá Aston Villa næsta sumar. (UOL)

Arsenal er ólíklegt til að reyna aftur við Luiz í janúar. (Teamtalk)

Nathan Redmond (28) er að ganga í raðir Besiktas frá Southampton. (Fabrizio Romano)

Edouard Mendy (30) hefur hafnað fyrsta samningstilboði frá Chelsea. Hann vill ekki vera launalægri en Kepa Arrizabalaga. (Standard)

Hasan Salihamidzic, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern Munchen, segir Bayern ekki á höttunum eftir Harry Kane (29). (talkSPORT)

Arsenal reyndi að fá Ferran Torres (22) á 26 milljónir punda frá Barcelona undir lok gluggans. Xavi vildi ekki missa Torres frá félaginu.

Brian Brobbey (20) framherji Ajax segir að Erik ten Hag, stjóri Man Utd, hafi rætt við sig í sumar. (ESPN.NL)

Steven Alzate (23) hjá Brighton er að ræða við Standard Liege og gæti farið þangað á láni út tímabilið. (Telegraph)

Roma vill gera nýjan samning við Nicolo Zaniolo (23). (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner