Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   lau 07. september 2024 17:23
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Sigrar hjá Víði og Árbæ - Vængir Júpíters fallnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fjórum leikjum var að ljúka samtímis í 3. deild karla þar sem er gríðarlega mikil spenna í toppbaráttunni.

Víðir er áfram í öðru sæti eftir góðan sigur á heimavelli gegn Magna og fylgir Árbær fast á eftir í þriðja sæti, tveimur stigum eftir Víði.

Árbæingar unnu nauman sigur á útivelli gegn Elliða til að halda pressunni fyrir lokaumferðina.

Árbær tekur á móti toppliði Kára í lokaumferðinni á meðan Víðir mun heimsækja Augnablik í hörkuslag.

ÍH lagði þá Hvíta riddarann að velli í miklum markaleik á meðan Sindri hafði betur gegn botnliði Vængja Júpíters í fallbaráttuslag.

Sindri fellir Vængi Júpíters með þessum sigri og fer langleiðina með að tryggja áframhaldandi þátttöku sína í deildinni á næsta ári.

Víðir 2 - 0 Magni
1-0 Ísak John Ævarsson ('13 )
2-0 Markús Máni Jónsson ('74 )

Hvíti riddarinn 3 - 4 ÍH
1-0 Eiríkur Þór Bjarkason ('6 )
1-1 Bergþór Snær Gunnarsson ('22 )
1-2 Brynjar Jónasson ('46 )
1-3 Brynjar Jónasson ('49 )
2-3 Jökull Jörvar Þórhallsson ('84 )
2-4 Brynjar Jónasson ('85 )
3-4 Anton Ingi Sigurðarson ('90 , Sjálfsmark)

Vængir Júpiters 1 - 3 Sindri
0-1 Abdul Bangura ('14 )
0-2 Adam Zriouil ('29 )
1-2 Dofri Snorrason ('83 )
1-3 Abdul Bangura ('90 )

Elliði 0 - 1 Árbær
0-1 Markaskorara vantar
Athugasemdir
banner