Ýmismenn eru komnir upp í 3. deildina á ný eftir sigur á Hamar. Leikurinn var spilaður í Kórnum en hann fór 3-2.
Ýmir þurfti að gera jafntefli eða vinna til þess að komast upp. Árborg lenti í 3. sæti en þeir unnu sinn leik á fimmtudaginn og settu pressu á Ými fyrir lokaleikinn.
Staðan var tvö eitt í hálfleik fyrir Hamar en Gabriel Costa og Arian Morina skoruðu seinustu tvö mörk leiksins sem kom Ými upp að lokum. Þeir skilja því Árborg eftir með sárt ennið.
Ýmismenn fóru niður um deild í fyrra en eru núna aftur komnir upp í 3. deildina. Þeir voru ekki lengi í 4. deildinni.
Árborg hefur hins vegar nú tvö ár í röð endað í þriðja sæti en tvö ár á undan tapaði Árborg í úrslitakeppninni um að komast upp.
4. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tindastóll | 18 | 13 | 4 | 1 | 48 - 14 | +34 | 43 |
2. Ýmir | 18 | 11 | 4 | 3 | 50 - 29 | +21 | 37 |
3. Árborg | 18 | 10 | 5 | 3 | 46 - 28 | +18 | 35 |
4. Hamar | 18 | 9 | 3 | 6 | 45 - 41 | +4 | 30 |
5. KÁ | 18 | 5 | 7 | 6 | 41 - 39 | +2 | 22 |
6. KH | 18 | 7 | 1 | 10 | 50 - 52 | -2 | 22 |
7. Kría | 18 | 6 | 3 | 9 | 38 - 60 | -22 | 21 |
8. KFS | 18 | 5 | 2 | 11 | 45 - 46 | -1 | 17 |
9. Skallagrímur | 18 | 5 | 2 | 11 | 34 - 40 | -6 | 17 |
10. RB | 18 | 2 | 3 | 13 | 26 - 74 | -48 | 9 |
Athugasemdir