Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 07. október 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Garnacho dregur sig úr landsliðshópnum
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: Getty Images
Alejandro Garnacho, kantmaður Manchester United, hefur dregið sig úr argentínska landsliðshópnum vegna meiðsla sem eru að hrjá hann.

Garnacho var einn af 27 leikmönnum sem Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu, valdi í leiki gegn Venesúela og Bólivíu.

Hann fann hins vegar fyrir óþægindum í vinstra hné og getur ekki tekið þátt.

„Ég hef verið að glíma við hnémeiðsli í síðustu tveimur leikjum og ég get ekki tekið þátt. Vonandi jafna ég mjig fljótt," segir Garnacho.

Garnacho spilaði allan leikinn í gær þegar Manchester United gerði markalaust jafntefli við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner