Alejandro Garnacho, kantmaður Manchester United, hefur dregið sig úr argentínska landsliðshópnum vegna meiðsla sem eru að hrjá hann.
Garnacho var einn af 27 leikmönnum sem Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu, valdi í leiki gegn Venesúela og Bólivíu.
Hann fann hins vegar fyrir óþægindum í vinstra hné og getur ekki tekið þátt.
„Ég hef verið að glíma við hnémeiðsli í síðustu tveimur leikjum og ég get ekki tekið þátt. Vonandi jafna ég mjig fljótt," segir Garnacho.
Garnacho spilaði allan leikinn í gær þegar Manchester United gerði markalaust jafntefli við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir