Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mán 07. október 2024 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Milan óhlýðnuðust þjálfaranum
Milan er í sjötta sæti ítölsku deildarinnar, með 11 stig eftir 7 umferðir.
Milan er í sjötta sæti ítölsku deildarinnar, með 11 stig eftir 7 umferðir.
Mynd: EPA
AC Milan tapaði 2-1 á útivelli gegn Fiorentina í efstu deild ítalska boltans í gærkvöldi þrátt fyrir að fá tvær vítaspyrnur dæmdar í leiknum.

Í fyrra skiptið fór Theo Hernández á vítapunktinn en David de Gea varði og í seinna skiptið var það Tammy Abraham, en aftur varði De Gea.

Paulo Fonseca var brjálaður í viðtali að leikslokum og sagði að leikmenn hefðu óhlýðnast sér.

„Auðvitað er ég ósáttur, leikmenn mega ekki breyta vítaskyttunum eftir eigin geðþótta hverju sinni. Christian (Pulisic) er vítaskyttan. Punktur. Ég gerði leikmönnum skýra grein fyrir því að þetta má aldrei gerast aftur," sagði Fonseca eftir tapið.

Pulisic skoraði eina mark Milan í tapinu eftir að liðsfélagar hans höfðu klúðrað sitthvorri vítaspyrnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner