fim 07. nóvember 2019 09:31
Magnús Már Einarsson
Rangnick hefur rætt við Man Utd
Powerade
Ralf Rangnick
Ralf Rangnick
Mynd: Getty Images
Matic gæti farið frá Manchester United í dag.
Matic gæti farið frá Manchester United í dag.
Mynd: Getty Images
Giroud gæti farið í janúar.
Giroud gæti farið í janúar.
Mynd: EPA
Ensku slúðurblöðin eru alltaf í stuði. Það er engin undantekning í dag.



Bayern Munchen ætlar að bjóða Arsene Wenger að taka við liðinu út tímabilið. (Sun)

Kai Havertz (20), miðjumaður Bayer Leverkusen, er tilbúinn að fara úr þýsku úrvalsdeildinni. Havertz er á óskalista Manchester United. (Marca)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að félagið gæti bætt við einum eða tveimur leikmönnum í janúar en meira verði að frétta á leikmannamarkaðinum næsta sumar. (Evening Standard)

Chelsea gæti hlustað á tilboð í Olivier Giroud (33) og Pedro (32) í janúar en Marcos Alonso (28) vill ekki fara og ætlar að berjast fyrir framtíð sinni. (Telegraph)

Fenerbahce vill fá Pedro frítt næsta sumar. (Mail)

Pedro gæti farið í janúar en kínversk félög hafa áhuga á honum. (El Dorsal)

Mario Husillos, yfirmaður fótboltamála hjá West Ham, gæti misst starfið eftir vont gengi félagsins. (Guardian)

Chris Hughton, fyrrum stjóri Brighton, hefur ekki áhuga á að taka við Stoke. (Sun)

Nemanja Matic (31) miðjumaður Manchester United vill fara frá félaginu í janúar. (Manchester Evening News)

Ralf Rangnick, fyrrum yfirmaður íþróttamála hjá RB Leipzig, hefur átt í viðræðum við Manchester United. (Mirror)

Chelsea ætlar ekki endilega að kaupa leikmenn í janúar þó að félagið losni mögulega úr félagaskiptabanni. (Talksport)

Erling Braut Haaland (19) framherji Red Bull Salzburg hefur áhuga á að fara í ensku úrvalsdeildina en þetta segir faðir hans Alf-Inge Haaland. (Talksport)

Inter og AC Milan eru í viðræðum um byggingu á nýjum leikvangi sem kostar 630 milljónir punda. (Mail)

Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, er ennþá með stuðning hjá stjórn félagsins þrátt fyrir áhyggjur af spilamennskunni að undanförnu. (ESPN)

Dean Henderson (22) markvörður Sheffield United segist hafa verið nálægt því að fara til Leeds áður en hann fór aftur til Sheffield á láni frá Manchester United. (Yorkshire Post)

Meira en 90% af stuðningsmönnum Manchester United eru ekki ánægðir með rekstur félagsins samkvæmt könnun. (Telegraph)

Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, er mættur til Paris til að ræða við eigendur PSG frá Katar um mögulega sölu á Leeds. (Times)

Enska úrvalsdeildin hefur kynnt til sögunnar app fyrir leikmenn en það á að hjálpa þeim með andlega og líkamlega heilsu. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner