Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
banner
   fim 07. nóvember 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Adolf inn í U21 liðið í stað Hinriks
Adolf Daði Birgisson.
Adolf Daði Birgisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gerð hefur verið önnur breyting á U21 landsliðshópnum sem mætir Póllandi í vináttulandsleik á Spáni þann 17. nóvember.

Adolf Daði Birgisson vængmaður Stjörnunnar hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Hinriks Harðarsonar, sóknarmanns ÍA, sem dró sig úr hópnum vegna meiðsla.

Áður hafði Ásgeir Orri Magnússon markvörður Keflavíkur verið kallaður inn í hópinn.

Leikurinn fer fram á Pinatar-svæðinu á Spáni sunnudaginn 17. nóvember næstkomandi kl. 16:00 að íslenskum tíma (17:00 að spænskum tíma).


Hópurinn
Halldór Snær Georgsson - KR
Ásgeir Orri Magnússon - Keflavík
Logi Hrafn Róbertsson - FH - 12 leikir
Hlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 9 leikir
Eggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 7 leikir
Hilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 7 leikir
Daníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 5 leikir
Benoný Breki Andrésson - KR - 4 leikir
Gísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 3 leikir
Bjarni Guðjón Brynjólfsson - FH - 1 leikur
Guðmundur Baldvin Nökkvason - Stjarnan - 1 leikur
Ágúst Orri Þorsteinsson - Genoa
Dagur Örn Fjeldsted - Breiðablik
Haukur Andri Haraldsson - ÍA
Helgi Fróði Ingason - Helmond Sport
Ingimar Torbjörnsson Stöle - FH
Jóhannes Kristinn Bjarnason - KR
Júlíus Mar Júlíusson - KR
Róbert Frosti Þorkelsson - Stjarnan
Adolf Daði Birgisson - Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner