Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 06. nóvember 2024 14:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lúkas upp í A-landsliðið og Ásgeir Orri inn í U21
Icelandair
Lúkas Petersson.
Lúkas Petersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir átti gott tímabil með Keflavík.
Ásgeir átti gott tímabil með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas J. Blöndal Petersson, leikmaður þýska liðsins Hoffenheim, var í dag valinn í A-landsliðið í fyrsta sinn fyrir keppnisverkefni. Hann var í fyrsta sinn í A-landsliðinu í janúar á þessu ári. A-landsliðið mætir Svartfjallalandi og Wales eftir rúma viku.

Patrik Sigurður Gunnarsson hefur verið einn af þremur markvörðum í landsliðinu á þessu ári en hann meiddist í leik með Kortrijk í síðasta mánuði og kemur Lúkas inn í hans stað.

Á þriðjudag var tilkynntur U21 landsliðshópur og Lúkas var í þeim hópi. Hann hefur verið aðalmarkvörður U21 landsliðsins en verður með A-landsliðinu í komandi landsleikjaglugga.

Inn í U21 landsliðið kemur Ásgeir Orri Magnússon sem varði mark Keflavíkur í sumar. U21 landsliðið mætir Pólverjum í vináttuleik á Spáni eftir ellefu daga.

Markverðir A-landsliðsins
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 15 leikir
Lúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim

Markverðir U21
Halldór Snær Georgsson - KR
Ásgeir Orri Magnússon - Keflavík
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner