Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 07. nóvember 2024 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Alvarleg og fagmannleg frammistaða - „Þeir sýndu það“
Enzo Maresca
Enzo Maresca
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var hrifinn af frammistöðu liðsins í 8-0 stórsigrinum á Noah FC í Sambandsdeild Evrópu í kvöld, en hann sagði að það hafi verið svolítið snúið að undirbúa leikmenn fyrir leikinn.

Chelsea er líklega sterkasta liðið í Sambandsdeildinni í ár og hefur liðið sýnt það með því að skora sextán mörk í þremur leikjum.

Fyrir leikinn var búist við því að Chelsea myndi valta yfir Noah, en leikmenn þurftu fyrst og fremst að sanna að liðið gæti gert það.

„Þetta var svolítið snúinn leikur því allir voru að búast við sigri frá okkur, en maður þarf að taka þessu af alvöru, fagmennsku og það mikilvægasta er að sýna hversu alvarlegir og fagmannlegir þeir eru.“

„Ég var mjög hrifinn og sérstaklega því við erum að reyna að breyta liðinu í hverjum leik. Það er að virka vel og við erum með góða leikmenn sem við viljum að fái mínútur. Sumir eru að spila í Sambandsdeildinni, sumir í ensku úrvalsdeildinni, en við viljum að allir séu að spila.“

„Það sem ég hreifst mest af var hversu fagmannlegir og alvarlegir við vorum í kvöld. Þeir sýndu það.“

„Við erum á leið í rétta átt og það mikilvægasta núna er að halda áfram á sömu braut. Við eigum eftir að spila einn leik fyrir landsleikjahlé og síðan getum við hvílt nokkra í glugganum.“

„Ég hefði viljað spila öllum þessum sóknarsinnuðu leikmönnum, en þú þarft jafnvægi í vörninni,“
sagði Maresca.
Athugasemdir
banner
banner