Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. nóvember 2024 19:52
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Fimm mörk og rautt spjald er Tottenham tapaði í Tyrklandi
Will Lankshear skoraði og fékk rautt
Will Lankshear skoraði og fékk rautt
Mynd: Getty Images
Victor Osimhen skoraði tvívegis fyrir Galatasaray
Victor Osimhen skoraði tvívegis fyrir Galatasaray
Mynd: Getty Images
Tottenham tapaði fyrsta leik sínum í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld er liðið heimsótti Galatasaray til Tyrklands, en leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna þar sem hinn ungi og efnilegi Will Lankshear skoraði sitt fyrsta mark og fékk að líta rauða spjaldið.

Lankshear var að spila annan leik sinn með Tottenham á tímabilinu, en þessi efnilegi framherji jafnaði metin á 18. mínútu, aðeins tólf mínútum eftir að Yunus Akgun hafði komið Galatasaray yfir.

Þetta var fyrsta mark Lankshear með aðalliðinu. Archie Gray átti laglega sendingu yfir vörn Galatasaray og á Brennan Johnson sem lagði boltann fyrir Lankshear sem var einn gegn opnu marki og var ekki neinum vandræðum með að skora úr færinu.

Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen var ekki lengi að svara fyrir Galatasaray. Hann skoraði tvö mörk á átta mínútum og sá til þess að heimamenn færu með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn.

Lankshear fékk að líta gula spjaldið í liði Tottenham á 53. mínútu og síðan seinna gula aðeins sjö mínútum síðar fyrir hefnibrot. Manni færri tókst Tottenham að minnka muninn í 3-2 er Dominic Solanke stýrði sendingu Pedro Porro i netið með hælnum.

Lengra komst Tottenham ekki og lokatölur því 3-2. Galatasaray er með 10 stig í efsta sæti deildarinnar en Tottenham með 9 stig í 5. sæti.

Andri Fannar Baldursson lék allan leikinn er Elfsborg gerði 1-1 jafntefli við portúgalska liðið Braga í Svíþjóð. Sterkt stig hjá Elfsborg sem er nú með 4 stig í keppninni.

Eggert Aron Guðmundsson var ónotaður varamaður á bekknum hjá Elfsborg.

Elías Rafn Ólafsson stóð í marki Midtjylland sem tapaði fyrir rúmenska liðinu Steaua, 2-0, í Rúmeníu. Midtjylland er með 7 stig í 12. sæti.

Omar Marmoush, heitasti leikmaður þýsku deildarinnar, skoraði sigurmark Eintracht Frankfurt í 1-0 sigrinum á Slavíu Prag og þá vann Athletic Bilbao 2-1 endurkomusigur á Ludogorets í Búlgaríu.

Ítalska liðið Roma gerði 1-1 jafntefli við belgíska liðið Royale Union SG. Gianluca Mancini gerði eina mark Roma í leiknum en Kevin Mac Allister, bróðir Alexis sem er á mála hjá Liverpool, gerði jöfnunarmark belgíska liðsins tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Bodo-Glimt 1 - 2 Qarabag
0-1 Toral Bayramov ('22 )
1-1 Patrick Berg ('41 )
1-2 Abdellah Zoubir ('69 )

Eintracht Frankfurt 1 - 0 Slavia Praha
1-0 Omar Marmoush ('53 )

Elfsborg 1 - 1 Braga
0-1 Timothy Ouma ('67 , sjálfsmark)
1-1 Emil Holten ('84 )

Steaua 2 - 0 Midtjylland
1-0 Florin Tanase ('16 )
2-0 Daniel Birligea ('46 )

Galatasaray 3 - 2 Tottenham
1-0 Yunus Akgun ('6 )
1-1 Will Lankshear ('18 )
2-1 Victor Osimhen ('31 )
3-1 Victor Osimhen ('39 )
3-2 Dominic Solanke ('69 )
Rautt spjald: Will Lankshear, Tottenham ('60)

Ludogorets 1 - 2 Athletic
1-0 Erick Marcus ('20 )
1-1 Inaki Williams ('73 )
1-2 Nico Serrano ('74 )

Nice 2 - 2 Twente
0-1 Daan Rots ('8 )
0-2 Sam Lammers ('60 )
1-2 Jeremie Boga ('66 )
2-2 Mohamed-Ali Cho ('88 )
Rautt spjald: ,Sofiane Diop, Nice ('70)Bart van Rooij, Twente ('90)

Olympiakos 1 - 1 Rangers
1-0 Ayoub El Kaabi ('57 )
1-1 Cyriel Dessers ('64 )

St. Gilloise 1 - 1 Roma
0-1 Gianluca Mancini ('62 )
1-1 Kevin Mac Allister ('77 )
Athugasemdir
banner