Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 07. nóvember 2024 16:23
Elvar Geir Magnússon
Sambandsdeildin: Víkingur upp að hlið Chelsea og Fiorentina
Víkingur kann vel við sig á Kópavogsvelli.
Víkingur kann vel við sig á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cold Friðleifur.
Cold Friðleifur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 2 - 0 FK Borac
1-0 Nikolaj Hansen (f) ('17 )
2-0 Karl Friðleifur Gunnarsson ('23 )
Lestu um leikinn

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FK Borac

Frammistaða Víkings í Sambandsdeildinni hefur verið til mikils sóma en liðið vann Borac Banja Luka frá Bosníu á Kópavogsvelli í dag. Annar sigur Víkings sem er því með sex stig.

Víkingur er eitt af tíu liðum sem hafa fengið sex stig í deildinni, þar á meðal eru einnig Chelsea og Fiorentina. Hin liðin eiga þó vissulega leik til góða á Víking í kvöld, en að geta skrifað þessa fyrirsögn var of gott tækifæri til að sleppa því!

Víkingur er komið nær markmiði sínu að fara í umspilið um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Til þess að það náist þarf Víkingur að vera í 9.- 24. sæti í deildinni að loknum öllum sex umferðunum. Þá gefa sigrarnir einnig dágóða summu í kassann og færir Íslandi mikilvæg stig á styrkleikalistanum.

Víkingur lagði grunninn að sigrinum í dag með verulega öflugri frammistöðu í fyrri hálfleik. Karl Friðleifur Gunnarsson fór með himinskautum, átti stoðsendingu á Nikolaj Hansen og skoraði síðan sjálfur. Víkingur mun betra liðið og staðan 2-0 í hálfleik.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik og 2-0 sigur Víkings staðreynd. Mörkin tvö er hægt að sjá hér að neðan.

Næsti leikur Víkings er gegn Noah í Armeníu þann 28. nóvember. Liðið tekur á móti Djurgarden 12. desember og leikur svo úti gegn austurríska liðinu LASK viku síðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner