Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   fim 07. nóvember 2024 10:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingar þykja sigurstranglegri á eftir
Víkingar mæta Borac frá Bosníu í dag.
Víkingar mæta Borac frá Bosníu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar mæta Borac Banja Luka frá Bosníu í þriðja leik sínum í Sambandsdeildinni í dag. Víkingar eru með þrjú stig eftir tap gegn Omonia og sigur gegn Cercle Brugge í fyrstu tveimur leikjunum.

Borac hefur farið ágætlega af stað í Sambandsdeildinni á tímabilinu en liðið er með fjögur stig úr tveimur leikjum.

Samt sem áður eru Víkingar taldir aðeins sigurstranglegri fyrir leikinn sem fer fram á Kópavogsvelli í dag. Það er þó ekki mikill munur á liðunum.

Í flestum veðbönkum er Víkingur með stuðulinn í kringum 2,2 eða 2,3 á meðan stuðullinn á Borac er í kringum 3.

Á Lengjunni er til dæmis stuðullinn á sigur Víkings 2,15.

Leikurinn í dag hefst klukkan 14:30 og verður auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Athugasemdir
banner
banner
banner