Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru spenntir fyrir laugardeginum en þá verður dregið í riðla fyrir EM í Frakklandi á næsta ári.
Athöfnin í París hefst klukkan 17:00 og verður í beinni í opinni dagskrá á Skjá Einum.
Skjár Einn er einnig með útsendingarréttinn á mótinu í Frakklandi næsta sumar.
Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía.
Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína.
Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland.
Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland.
(Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman)
Athugasemdir